Hlusta

Salóme Katrín sendir frá sér sína fyrstu plötu

1. desember, 2020 - 14:00

salomekatrin
mynd: Kata Jóhanness

Salóme Katrín Magnúsdóttir ræddi við þau Gunnar og Lóu í útvarpsþættinum Hverfið síðastliðinn fimmtudag. Þau ræddu plötuna hennar Water og hvernig tilfinning það er að gefa út sína fyrstu plötu.

Vissi alltaf innst inni að hún myndi semja tónlist

„Þetta er raunverulega fyrsta efnið sem ég samdi sem fékk að vera á þessari plötu, lagið sem við vorum að hlusta á Elsewhere, það er fyrsta lagið sem ég samdi í öllum heiminum,“ segir Salóme Katrín Magnúsdóttir, um nýju plötuna sína Water. Platan inniheldur fimm lög og kom hún út þann 20. nóvember síðastliðinn.

„Það kom mér á óvart, það var haustið 2017 sem ég samdi þetta lag, það var eins og eitthvað hafði gerst, það small eitthvað. Það flæddi bara frá mér allskonar snilld og líka ekki. Ég held að ég hafi verið búin að hlusta svo ótrúlega mikið og ég vissi alltaf einhvers staðar inn í mér að þetta væri eitthvað sem ég myndi gera,“ fram að þeim tíma hafði Salóme flutt tónlist eftir aðra en fannst alltaf eitthvað vanta, sannleikann sem hún vildi segja. Þegar hún loksins tók skrefið var eins og stífla hafði brostið.

salomeuti

Fyrstu tónleikarnir á Aldrei fór ég suður

Salóme er fædd og uppalin á Ísafirði og því afar viðeigandi að hennar fyrstu tónleikar hafi verið á Aldrei fór ég suður, Páskana 2019. Hún nýtti hverja lausa stund í æsku í að stúdera og hlusta á tónlist, og æfa píanó og söng. „Þegar Aldrei fór ég suður var að byrja þá voru engir skemmtistaðir á Ísafirði og þá voru haldin risastór partí heima hjá mér. Ég man sérstaklega eftir því, ég man reyndar ekki hversu gömul ég var, þegar það var biðröð inn í húsið mitt og ég fór í biðröð á klósettið heima hjá mér. Fólk var komið í SingStar í stofunni.“

101 Þættir Insta 02

salomekatrin
mynd: Kata Jóhanness

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

10. október - 11:00

Vel­komin til 101 Producti­ons

101 Productions er framleiðslufyrirtæki sem einnig rekur útvarpsstöðina Útvarp 101. Ert þú með hugmynd? Sendu okkur línu á idea@101.live.

27. janúar - 10:30

Kapí­tal­ism­inn í sögu­legu sam­hengi

Í nýjasta þætti Heimsenda ræðir Stefán Þór við hagfræðinginn Ólaf Kjaran Árnason um kapítalisma.

24. janúar - 13:00

Heimsend­ir: Síteng­ing

Eruð þér límd við skjáinn? Er símtækið besti vinur þinn? Í nýjasta þætti Heimsenda er rætt um sítengingu og skilgreiningu hennar.

24. janúar - 12:30

Þetta full­orðna fólk er svo skrýtið

Í hlaðvarpinu „Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið“ velta Annalísa Hermannsdóttir og Björk Guðmundsdóttir fyrir sér hegðun og hugarstarfi fullorðins fólks á heimspekilegan, sálfræðilegan en þó óvísindalegan hátt.

19. janúar - 14:40

Ein­hleyp, einmana og eirð­ar­laus: Live date

Þáttastjórnendur Einhleyp, einmana og eirðarlaus eru mætt aftur í stúdíóið að jólafríi loknu.

17. janúar - 14:30

„Hopp­andi á rúm­inu og syngj­andi í hár­burst­ann“

„Þetta er bara hreint og beint svefnherbergisdjamm, hoppandi á rúminu og syngjandi í hárburstann“ segir tónlistarkonan Salóme Katrín um lagið „The Other Side“ sem hún sendi frá sér í vikunni.

sjá allt