Hlusta

Salóme Katrín sendir frá sér sína fyrstu plötu

1. desember, 2020 - 14:00

salomekatrin
mynd: Kata Jóhanness

Salóme Katrín Magnúsdóttir ræddi við þau Gunnar og Lóu í útvarpsþættinum Hverfið síðastliðinn fimmtudag. Þau ræddu plötuna hennar Water og hvernig tilfinning það er að gefa út sína fyrstu plötu.

Vissi alltaf innst inni að hún myndi semja tónlist

„Þetta er raunverulega fyrsta efnið sem ég samdi sem fékk að vera á þessari plötu, lagið sem við vorum að hlusta á Elsewhere, það er fyrsta lagið sem ég samdi í öllum heiminum,“ segir Salóme Katrín Magnúsdóttir, um nýju plötuna sína Water. Platan inniheldur fimm lög og kom hún út þann 20. nóvember síðastliðinn.

„Það kom mér á óvart, það var haustið 2017 sem ég samdi þetta lag, það var eins og eitthvað hafði gerst, það small eitthvað. Það flæddi bara frá mér allskonar snilld og líka ekki. Ég held að ég hafi verið búin að hlusta svo ótrúlega mikið og ég vissi alltaf einhvers staðar inn í mér að þetta væri eitthvað sem ég myndi gera,“ fram að þeim tíma hafði Salóme flutt tónlist eftir aðra en fannst alltaf eitthvað vanta, sannleikann sem hún vildi segja. Þegar hún loksins tók skrefið var eins og stífla hafði brostið.

salomeuti

Fyrstu tónleikarnir á Aldrei fór ég suður

Salóme er fædd og uppalin á Ísafirði og því afar viðeigandi að hennar fyrstu tónleikar hafi verið á Aldrei fór ég suður, Páskana 2019. Hún nýtti hverja lausa stund í æsku í að stúdera og hlusta á tónlist, og æfa píanó og söng. „Þegar Aldrei fór ég suður var að byrja þá voru engir skemmtistaðir á Ísafirði og þá voru haldin risastór partí heima hjá mér. Ég man sérstaklega eftir því, ég man reyndar ekki hversu gömul ég var, þegar það var biðröð inn í húsið mitt og ég fór í biðröð á klósettið heima hjá mér. Fólk var komið í SingStar í stofunni.“

101 Þættir Insta 02

salomekatrin
mynd: Kata Jóhanness

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

22. febrúar - 10:00

Ætl­aði aldrei að vinna í tölvu­leikjum en varð yf­ir­fram­leið­andi FIFA hjá EA

Sigurlína Ingvarsdóttir, oftast kölluð Lína, starfaði í þróun tölvuleikja hjá EA DICE, og vann að Star Wars Battlefront en varð síðar yfirframleiðandi FIFA, sem allir ættu að þekkja. Hún er viðmælandi þeirra Vöku og Völu í Þegar ég verð stór.

13. janúar - 21:30

Birnir - Spurn­ingar feat. Páll Óskar

101 Sambandið kynnir frumsýningu á nýju lagi og myndbandi með Birni og Páli Óskari.

13. janúar - 17:05

Æði snýr aftur á skjá­inn

Patrekur Jaime og félagar snúa aftur í Æði 2.

1. desember, 2020 - 15:30

Saga kvenna sem sköp­uðu sér rými til að móta líf sitt og sam­fé­lag

Ragnheiður Kristjánsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, ræddi við þau Gunnar og Lóu í útvarpsþættinum Hverfið um bókina Konur sem kjósa. Bókin er skrifuð í tilefni þess að öld er liðin frá því að íslenskar konur hlutu kosningarétt.

1. desember, 2020 - 14:00

Salóme Katrín sendir frá sér sína fyrstu plötu

Salóme Katrín ræddi við þau Gunnar og Lóu í útvarpsþættinum Hverfið síðastliðinn fimmtudag. Þau ræddu plötuna hennar Water og hvernig tilfinning það er að gefa út sína fyrstu plötu.

30. nóvember, 2020 - 13:00

Nýtt lag frá JóaPé, Muna og Ísi­dór

Þeir Muni, Ísidór og JóiPé voru gestir í þættinum Hverfið. Þeir sögðu frá nýju tónlistarverkefni og frumfluttu lagið Hata mig.

sjá allt