Hlusta

Ragnar Kjart­ans­son: „Ég er vanda­málið“

21. febrúar, 2019 - 12:00

Image from iOS (2)

Ragnar Kjartansson er alinn upp í leikhúsinu og óx úr grasi við að fylgjast með leikurum leika í þykjustuleikjum. Honum finnst mikilvægt að muna það sé í raun jafn mikið alvöru að gera eitthvað í þykjustunni. Hann var gestur í Morgunþættinum Múslí og ræddi við Lóu og Jóhann um nýja verkið sitt, feminíska list og hvað felst í því að segjast ekki vera pólitískur.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.

Í i8 Gallery stendur nú yfir sýningin Fígúrur í landslagi eftir Ragnar Kjartansson. Verkið gerði hann fyrir Heilbrigðisvísindasvið Kaupmannahafnarháskóla. Fígúrur í landslagi, er að sögn Ragnars „mökkmyndlistarlegur titill“, sjö vídjóverk á fölbleikum vegg á meðalstórum flatskjám. Vídjóverkin eru hvert um sig sólarhringslöng og á þeim eru málaðar leikmyndir í stórbrotnu landslagi. Í landslaginu röltir fólk fram og til baka í hvítum læknasloppum en Ragnar segir það duga að horfa á verkið í eina mínútu, þá skilur maður hvað er í gangi. „Það gerist ekki neitt en samt alltaf eitthvað nýtt. Þetta var eins og að gera screen saver með fólki,“ segir Ragnar sem tók upp verkið í nýju kvikmyndaveri í Gufunesi.

Þegar Ragnar kynntist feminískri list fór honum að finnast áhugavert að vinna með að vera sjálfur vandamálið. „Hver er ég? ég er bara gaur. Mér fór að finnast áhugavert að vera vandamálið. Maður getur ekkert sagt, ég fæddist bara svona, maður er samt vandamálið. Maður verður að vera meðvitaður um það stöðugt, það er svo innbyggt í mann að vera kúgari.“ Ragnari gengur vel, hann sýnir verkin sín út um allan heim og getið sér góðan orðstír. „Það er stór ánægjulegur misskilningur að ég sé orðinn mjög vinsæll, sem ég hef bara mjög gaman af. Samt breytist maður ekkert, því maður heldur áfram að vera maður sjálfur og gera list.“

Morgunþátturinn Múslí er í loftinu alla virka morgna milli 7 og 9 á 94.1 og 101.live.

Image from iOS (2)

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

10. október - 11:00

Vel­komin til 101 Producti­ons

101 Productions er framleiðslufyrirtæki sem einnig rekur útvarpsstöðina Útvarp 101. Ert þú með hugmynd? Sendu okkur línu á idea@101.live.

27. janúar - 10:30

Kapí­tal­ism­inn í sögu­legu sam­hengi

Í nýjasta þætti Heimsenda ræðir Stefán Þór við hagfræðinginn Ólaf Kjaran Árnason um kapítalisma.

24. janúar - 13:00

Heimsend­ir: Síteng­ing

Eruð þér límd við skjáinn? Er símtækið besti vinur þinn? Í nýjasta þætti Heimsenda er rætt um sítengingu og skilgreiningu hennar.

24. janúar - 12:30

Þetta full­orðna fólk er svo skrýtið

Í hlaðvarpinu „Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið“ velta Annalísa Hermannsdóttir og Björk Guðmundsdóttir fyrir sér hegðun og hugarstarfi fullorðins fólks á heimspekilegan, sálfræðilegan en þó óvísindalegan hátt.

19. janúar - 14:40

Ein­hleyp, einmana og eirð­ar­laus: Live date

Þáttastjórnendur Einhleyp, einmana og eirðarlaus eru mætt aftur í stúdíóið að jólafríi loknu.

17. janúar - 14:30

„Hopp­andi á rúm­inu og syngj­andi í hár­burst­ann“

„Þetta er bara hreint og beint svefnherbergisdjamm, hoppandi á rúminu og syngjandi í hárburstann“ segir tónlistarkonan Salóme Katrín um lagið „The Other Side“ sem hún sendi frá sér í vikunni.

sjá allt