Hlusta

„Skelli alltaf upp úr þegar flug­stjór­inn er kona “

23. maí, 2019 - 14:30

Screenshot 2019-05-23 at 14.25.18

„Ég ætlaði alltaf að verða skipstjóri. Að sigla um höf heimsins og sjá heiminn. Þá var klappað á hausinn á mér og sagt: nei elskan, það getur þú ekki því þú ert stelpa. Þess vegna skell ég alltaf uppúr þegar það kemur upp í kallkerfinu að flugstjórinn sé kona,“ segir Frú Vigdís Finnbogadóttir nýjast viðmælandi hlaðvarpsins Þegar ég verð stór.

Vigdísi þarf vart að kynna en hún var fyrst kvenna að vera þjóðkjörinn forseti. Vigdís er fædd árið 1930, hún tók við embætti árið 1980 og starfaði í 16 ár. Hún er þar með lengst starfandi kvenkyns forseti fyrr og síðar. Áður starfaði hún sem Þjóðleikhússtjóri og frönsku-kennari.

Vigdís braut blað í heimssögunni og ruddi veginn fyrir konur um allann heim. Það er áhugavert að velta fyrir sér öllu því sem átti sér stað þegar Vigdís var kjörin árið 1980. Hvers vegna var hún kjörinn? Hverju stóð hún fyrir? Hvernig var íslenskt samfélag á þeim tíma? Hvernig var henni tekið? Hvaða gagnrýni hlaut hún?

„Eftir kvennafrídaginn árið 1980 þegar til forsetaframboðs hafði Kristján Eldjárn tilkynnt að hann gæfi ekki kost á sér aftur. Það var talið ótækt að engin kona væri á meðal frambjóðanda, en karlarnir streymdu í framboð,“ segir Vigdís sem var skömmu síðar hvött áfram af Laufeyju Jakobsdóttur í lesendabréfi í Síðdegisblaðinu en þá fór boltinn að rúlla.

Í þessum þætti fáum við að kynnast Vigdísi betur, hennar framboði til forseta og því hlutverki sem hún mótaði. Við skyggnumst í hennar hugarheim og fáum betri tilfinningu fyrir hennar vegferð, erfiðleikunum og sigrunum, og brautinni sem hún ruddi fyrir Ísland og þjóðir heimsins.

Þátturinn er ný aðgengilegur á Spotify og í Podcast appinu.

Hraðaspurningar með Vigdísi Finnboga:

Hvað fékkstu þér í morgunmat: Kaffi

Ertu A eða B Manneskja: A manneskja

Uppáhalds tónlistarmaður: Beethoven eða Mozart

Ef þú mættir vera einhver annar en þú ert í dag, hver væri það: Enginn

Frægasti aðili sem þú hefur hitt: Það er nú vandi, þau eru svo mörg

Hvaða leiksýningu sástu síðaast: Ég hef séð þær allar sem eru á fjölunum

Uppáhaldsstaður: Þingvellir

Screenshot 2019-05-23 at 14.25.18

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

10. október - 11:00

Vel­komin til 101 Producti­ons

101 Productions er framleiðslufyrirtæki sem einnig rekur útvarpsstöðina Útvarp 101. Ert þú með hugmynd? Sendu okkur línu á idea@101.live.

27. janúar - 10:30

Kapí­tal­ism­inn í sögu­legu sam­hengi

Í nýjasta þætti Heimsenda ræðir Stefán Þór við hagfræðinginn Ólaf Kjaran Árnason um kapítalisma.

24. janúar - 13:00

Heimsend­ir: Síteng­ing

Eruð þér límd við skjáinn? Er símtækið besti vinur þinn? Í nýjasta þætti Heimsenda er rætt um sítengingu og skilgreiningu hennar.

24. janúar - 12:30

Þetta full­orðna fólk er svo skrýtið

Í hlaðvarpinu „Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið“ velta Annalísa Hermannsdóttir og Björk Guðmundsdóttir fyrir sér hegðun og hugarstarfi fullorðins fólks á heimspekilegan, sálfræðilegan en þó óvísindalegan hátt.

19. janúar - 14:40

Ein­hleyp, einmana og eirð­ar­laus: Live date

Þáttastjórnendur Einhleyp, einmana og eirðarlaus eru mætt aftur í stúdíóið að jólafríi loknu.

17. janúar - 14:30

„Hopp­andi á rúm­inu og syngj­andi í hár­burst­ann“

„Þetta er bara hreint og beint svefnherbergisdjamm, hoppandi á rúminu og syngjandi í hárburstann“ segir tónlistarkonan Salóme Katrín um lagið „The Other Side“ sem hún sendi frá sér í vikunni.

sjá allt