Hlusta

„Skelli alltaf upp úr þegar flug­stjór­inn er kona “

23. maí, 2019 - 14:30

Screenshot 2019-05-23 at 14.25.18

„Ég ætlaði alltaf að verða skipstjóri. Að sigla um höf heimsins og sjá heiminn. Þá var klappað á hausinn á mér og sagt: nei elskan, það getur þú ekki því þú ert stelpa. Þess vegna skell ég alltaf uppúr þegar það kemur upp í kallkerfinu að flugstjórinn sé kona,“ segir Frú Vigdís Finnbogadóttir nýjast viðmælandi hlaðvarpsins Þegar ég verð stór.

Vigdísi þarf vart að kynna en hún var fyrst kvenna að vera þjóðkjörinn forseti. Vigdís er fædd árið 1930, hún tók við embætti árið 1980 og starfaði í 16 ár. Hún er þar með lengst starfandi kvenkyns forseti fyrr og síðar. Áður starfaði hún sem Þjóðleikhússtjóri og frönsku-kennari.

Vigdís braut blað í heimssögunni og ruddi veginn fyrir konur um allann heim. Það er áhugavert að velta fyrir sér öllu því sem átti sér stað þegar Vigdís var kjörin árið 1980. Hvers vegna var hún kjörinn? Hverju stóð hún fyrir? Hvernig var íslenskt samfélag á þeim tíma? Hvernig var henni tekið? Hvaða gagnrýni hlaut hún?

„Eftir kvennafrídaginn árið 1980 þegar til forsetaframboðs hafði Kristján Eldjárn tilkynnt að hann gæfi ekki kost á sér aftur. Það var talið ótækt að engin kona væri á meðal frambjóðanda, en karlarnir streymdu í framboð,“ segir Vigdís sem var skömmu síðar hvött áfram af Laufeyju Jakobsdóttur í lesendabréfi í Síðdegisblaðinu en þá fór boltinn að rúlla.

Í þessum þætti fáum við að kynnast Vigdísi betur, hennar framboði til forseta og því hlutverki sem hún mótaði. Við skyggnumst í hennar hugarheim og fáum betri tilfinningu fyrir hennar vegferð, erfiðleikunum og sigrunum, og brautinni sem hún ruddi fyrir Ísland og þjóðir heimsins.

Þátturinn er ný aðgengilegur á Spotify og í Podcast appinu.

Hraðaspurningar með Vigdísi Finnboga:

Hvað fékkstu þér í morgunmat: Kaffi

Ertu A eða B Manneskja: A manneskja

Uppáhalds tónlistarmaður: Beethoven eða Mozart

Ef þú mættir vera einhver annar en þú ert í dag, hver væri það: Enginn

Frægasti aðili sem þú hefur hitt: Það er nú vandi, þau eru svo mörg

Hvaða leiksýningu sástu síðaast: Ég hef séð þær allar sem eru á fjölunum

Uppáhaldsstaður: Þingvellir

Screenshot 2019-05-23 at 14.25.18

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

12. mars - 11:30

Gústi B gefur út lagið Fiðr­ildi

Gústi B ræðir lagið sitt Fiðrildi í útvarpsþættinum Hverfið.

4. mars - 00:00

Út­gáfu­tón­leikar Magnúsar Jó­hanns

Sambandið býður miða á Útgáfutónleika Magnúsar Jóhanns í Norðurljósasal Hörpu þann 12. mars nk.

22. febrúar - 10:00

Ætl­aði aldrei að vinna í tölvu­leikjum en varð yf­ir­fram­leið­andi FIFA hjá EA

Sigurlína Ingvarsdóttir, oftast kölluð Lína, starfaði í þróun tölvuleikja hjá EA DICE, og vann að Star Wars Battlefront en varð síðar yfirframleiðandi FIFA, sem allir ættu að þekkja. Hún er viðmælandi þeirra Vöku og Völu í Þegar ég verð stór.

13. janúar - 21:30

Birnir - Spurn­ingar feat. Páll Óskar

101 Sambandið kynnir frumsýningu á nýju lagi og myndbandi með Birni og Páli Óskari.

13. janúar - 17:05

Æði snýr aftur á skjá­inn

Patrekur Jaime og félagar snúa aftur í Æði 2.

1. desember, 2020 - 15:30

Saga kvenna sem sköp­uðu sér rými til að móta líf sitt og sam­fé­lag

Ragnheiður Kristjánsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, ræddi við þau Gunnar og Lóu í útvarpsþættinum Hverfið um bókina Konur sem kjósa. Bókin er skrifuð í tilefni þess að öld er liðin frá því að íslenskar konur hlutu kosningarétt.

sjá allt