Hlusta

Söng­kona árs­ins: „Ætl­aði mér aldrei að verða söng­kona“

22. mars, 2019 - 23:15

GDRN_101_Utvarp

Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN var gestur Þegar ég verð stór síðast liðinn miðvikudag. Guðrún vann nýlega fern verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum þar sem hún ásamt fríðu föruneyti hlaut verðlaun fyrir poppplötu ársins, popplag ársins, myndband ársins og síðast en ekki síst var hún valin söngkona ársins.

„Ég ætlaði aldrei að verða söngkona, það var aldrei í planinu.“

Guðrún hefur alla tíð haft gott tóneyra og var aðeins fjögurra ára gömul þegar hún byrjaði að læra fyrst á hljóðfæri. „Ég ætlaði aldrei að verða söngkona, það var aldrei í planinu.“ segir Guðrún aðspurð hvað hana langaði að verða þegar hún yrði stór og bætir við að hún vildi alltaf verða dýralæknir. Guðrún er upphalin í Mosfellsbæ og spilaði fótbolta með Aftureldingu á sínum yngri árum með það að markmiði að komast síðar á styrk til Bandaríkjanna. Árið 2014 þurfti Guðrún að leggja skónna á hilluna vegna álagsmeiðsla og í kjölfarið skráði hún sig í söngnám. Þá var Guðrún í Mennstaskólanum í Reykjavík þar sem hún tók þátt í söngvakeppni Skólafélagsins með laginu Crazy með Gnarls Barkley. „Þetta var í fyrsta skipti sem ég var að syngja almennilega á stóru sviði fyrir framan marga.“ segir Guðrún. Á síðasta árinu sínu í MR tók Guðrún aftur þátt og þá með laginu Ó borg, mín borg eftir Hauk Morthens. „Auðunn Lúthersson, Auður, hann dæmdi mig í annað sæti. Ég er alltaf að stríða honum með það, honum finnst þetta ekki fyndið lengur.“ segir Guðrún og flissar.

„Þessi plata væri ekki til ef það væri ekki fyrir þá“

Sumarið 2016 kynnist hún Teiti Helga Skúlasyni og Bjarka Sigurðarsyni í Ra:tio sem varð til þess að Guðrún gefur út sitt fyrsta lag Ein í febrúar 2017. „Þegar ég er að efast um eitthvað eru þeir svo duglegir að segja að það sé í alvöru flott“ segir Guðrún og bætir við að það er þeim að þakka að platan Hvað ef sé til í dag. „Þessi plata væri ekki til ef það væri ekki fyrir þá, af mjög mörgum ástæðum“ segir Guðrún.

Nokkrum mánuðum eftir að fyrsta lagið kom út gaf Guðrún út annað lag, Það sem var. „Það var miklu betra en Ein. Þar sem við vorum svo nýbyrjuð þá fann maður að eftir hvert einasta lag var soundið orðið betra.“ segir Guðrún. Degi áður en þau ætluðu að gefa lagið út þá hafði Ólafur Arnalds samband. „Hann sagðist vita um einn punkt sem myndi gera lagið miklu betra.“ segir Guðrún og bætir við að það hafi komið vel út. Eftir að lagið kom út hafði Guðrún samband við allar útvarpsstöðvar til að reyna koma sér á framfæri. „Þetta var ekkert svoleiðis að ég gaf út lag og boltinn fór að rúlla, ég þurfti að vera ákveðin að segja öllum hvað lagið væri frábært.“ segir Guðrún og segir lagið hafa fengið spilun á ýmsum stöðvum.

„Ég held að boltinn hafi almennilega farið að rúlla þegar ég gaf út lagið Lætur mig með Flóna“ segir Guðrún. Hún sendi lagið á Flóna og spurði hvort hann vildi vera með. „Hann tók bara upp sjálfur eitthvað verse og sendi á mig, þetta var bara tilbúið á einu kvöldi.“ segir Guðrún og segir Flóna vera ótrúlega fær listamaður.

Þegar Guðrún tilkynnti útgáfu á plötunni sinni Hvað ef fann hún fyrir því að fólk var orðið spennt fyrir henni og sjálf var hún mjög spennt en á sama tíma mjög stressuð. „Útgáfupartýið var eitt besta kvöld lífs míns.“ segir Guðrún og segist hafa verið skælbrosandi allt kvöldið. Platan féll vel í kramið hjá fólki og segir Guðrún hún hafa fundist ótrúlegt að fólk væri að öskursyngja lögin sín á tónleikum stuttu eftir útgáfu.

Margar stelpur að gera alvöru hluti

„Mér fannst það mjög scary, þetta er mjög strákamiðaður hópur.“ segir Guðrún aðspurð hvernig henni fannst að koma inn í íslensku tónlistarsenuna. „Ég er að fá skilaboð frá ungum stelpum sem hrósa mér og segja að ég sé innblástur fyrir þær.“ segir Guðrún og bætir við að henni fannst hún ekki hafa neina manneskju til að sækja innblástur til þegar hún hóf sinn feril. Guðrún segist sjá margar flottar stelpur vera að stíga upp sem eru að gera alvöru hluti. „Bríet og Matthildur veita mér innblástur“ segir Guðrún.

Guðrún er í dag á framhaldsstigi í söng FÍH og ásamt því er hún að læra á píanó. Guðrún segir tónlistarnám opna margar dyr fyrir mann. „Það hjálpaði mér mjög mikið að byrja að læra á píanó.“ segir Guðrún og segir hún hafa áður lært laglínur á fiðlu en fékk að læra á hljóma á píanó. „Ég gríp hljóðfæri og ég get spilað á það. Eins og sumir geta séð stærðfræðijöfnu og hugsa bara „Aha!“.“

„Ég er ótrúlega stolt af sjálfri mér“

„Ég í raun trúði þessu ekki fyrr en þetta var búið að gerast.“ segir Guðrún aðspurð hvort hún hafði búist við fjórum verðlaunagripum á Íslensku Tónlistarverðlaununum. „Ég er ótrúlega stollt af sjálfri mér og ég er ótrúlega stollt af staðnum sem ég er búin að koma mér á.“ segir Guðrún.

Þátturinn var með öðru sniði en áður þar sem hann var í beinni útsendingu. Ef þú vilt vera hluti af einlægu spjalli við eina af okkar ástsælustu söngkonu Íslands þá mælum við með að að setja þennan þátt í gang hvar og hvenær sem er. Þáttinn í heild sinni má finna hér:

GDRN segir frá laginu Hvað ef

Guðrún sagði frá því hvernig lagið Hvað ef var til í þættinum Lag verður til. Hún segir að lagið fjalli um að vera hrifinn af einhverjum og togstreituna sem fylgir því að vita ekki hvernig hinum aðilanum líður. Guðrún samdi lagið Hvað ef ásamt tónlistarmanninum Auður árið 2018 en lagið varð til í fyrsta sessioninu sem þau tóku saman. Guðrún lærði jazz og hún ákvað að taka þetta lag fyrir í þættinum þar sem hún segir það stútfullt af svokölluðum „páskaeggjum".

Þáttinn má sjá hér að neðan:

GDRN_101_Utvarp

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

10. október - 11:00

Vel­komin til 101 Producti­ons

101 Productions er framleiðslufyrirtæki sem einnig rekur útvarpsstöðina Útvarp 101. Ert þú með hugmynd? Sendu okkur línu á idea@101.live.

27. janúar - 10:30

Kapí­tal­ism­inn í sögu­legu sam­hengi

Í nýjasta þætti Heimsenda ræðir Stefán Þór við hagfræðinginn Ólaf Kjaran Árnason um kapítalisma.

24. janúar - 13:00

Heimsend­ir: Síteng­ing

Eruð þér límd við skjáinn? Er símtækið besti vinur þinn? Í nýjasta þætti Heimsenda er rætt um sítengingu og skilgreiningu hennar.

24. janúar - 12:30

Þetta full­orðna fólk er svo skrýtið

Í hlaðvarpinu „Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið“ velta Annalísa Hermannsdóttir og Björk Guðmundsdóttir fyrir sér hegðun og hugarstarfi fullorðins fólks á heimspekilegan, sálfræðilegan en þó óvísindalegan hátt.

19. janúar - 14:40

Ein­hleyp, einmana og eirð­ar­laus: Live date

Þáttastjórnendur Einhleyp, einmana og eirðarlaus eru mætt aftur í stúdíóið að jólafríi loknu.

17. janúar - 14:30

„Hopp­andi á rúm­inu og syngj­andi í hár­burst­ann“

„Þetta er bara hreint og beint svefnherbergisdjamm, hoppandi á rúminu og syngjandi í hárburstann“ segir tónlistarkonan Salóme Katrín um lagið „The Other Side“ sem hún sendi frá sér í vikunni.

sjá allt