Hlusta

Spice Girls ís­lensku sviðslista­sen­unnar

14. janúar - 13:30

VédísKjartans
Védís Kjartansdóttir. Mynd: Lilja Birgisdóttir

Þau Védís Kjartansdóttir og Sigurður Arent úr sviðslistahópnum Marble Crowd komu í viðtal í síðdegisþáttinn Tala saman og sögðu frá verkinu Eyður. Verkið verður frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins á morgun, miðvikudaginn 15. janúar.

Eyður Run Through 2-17 mynd: Owen Fiene

Strandaglópar á eyðieyju

„Eyður er tveggja tíma langt sviðslistaverk með hléi. Það er mjög mikilvægt. Fyrst ætluðum við að hafa mörg hlé, alveg þrjú, en þurftum að hætta við. Við erum að vinna með eyjuna sem sögusvið,“ segir Sigurður Arent. Verkið fjallar um fimm strandaglópar sem ranka við sér á eyðieyju einhvers staðar milli raunheima og skáldskapar. Í framandlegu vistkerfi reyna þeir að endurskapa heiminn eftir minni. Á meðan leikmennina rekur á milli raunverulegra og ímyndaðra kringumstæðna birtast þeim sýnir á flökti milli fortíðar og framtíðar.

Hópurinn notar samsköpunaraðferðir til þess að vinna úr hugmyndum sínum og enginn einn innan hópsins leikstýrir. Síðustu daga hafa þau fengið króatískan dramatúrg að nafni Igor, til að aðstoða sig á lokametrum verksins.

81906707 2557845121101675 1014545900371968000 o

Koma úr ólíkum áttum

Hópurinn Marble Crowd samanstendur af Védísi Kjartansdóttur dansara og danshöfundi, Sigurði Arent sviðslistamanni, Sögu Sigurðardóttur dansara og danshöfundi, Kristni Guðmundssyni myndlistar-og matreiðslumanni og Katrínu Gunnarsdóttur dansara og danshöfundi.

„Við komum úr svo ólíkum áttum og við höfum stundum verið kölluð Spice Girls íslensku sviðslistasenunnar,“ segir Védís og gefur í skyn að þau hafi öll sín karaktereinkenni sem eru afgerandi líkt og ástsæla skvísupoppsveitin, Spice Girls.

Hafa engu að tapa

„Okkur líður svolítið eins og við höfum engu að tapa. Við fengum stóra sviðið núna en fáum það kannski síðan aldrei aftur,“ segir Sigurður Arent. Hópum geti gengið vel, sýningar geta hlotið mikið lof en vegna þess hve lítið fjárhagslegt svigrúm er til staðar í senunni viti listamenn aldrei hvenær eða hvort styrkir fáist næst. „Þú ert kannski mjög heitur eitt árið en það næsta færðu ekki neitt.“ Þess vegna ætlar hópurinn sér að tjalda öllu til og bjóða áhorfendum á show.

Eyður er önnur sýning Marmarabarna í samstarfi við Þjóðleikhúsið en fyrri sýningin, Moving Mountains, var tilnefnd til gagnrýnendaverðlauna evrópskra tímaritsins Tanz 2017 og var tilnefnd til Grímuverðlaunanna 2019 í flokknum danshöfundur ársins.

Miðar á verkið fást á leikhusid.is og seinna í vikunni verða frímiðar inni á Sambands-appinu fyrir viðskiptavini Sambandsins. Ekki láta þessa spennandi sýningu fram hjá þér fara.

VédísKjartans
Védís Kjartansdóttir. Mynd: Lilja Birgisdóttir

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

17. janúar - 15:30

GYM: Mar­grét Lára Við­ars­dóttir

Margrét Lára Viðarsdóttir er gestur Birnu í nýjasta þættinum af GYM.

17. janúar - 11:30

Um­deild­asta hlað­varp lands­ins snýr aftur

Bergþór og Snorri Mássynir gerðu garðinn frægan síðasta sumar með hlaðvarpi sínu Skoðanabræður. Nú hefja þeir aftur leik og að þessu sinni er hlaðvarpið með breyttu sniði þar sem annar bræðranna er staddur erlendis.

16. janúar - 16:00

„Bát­arnir sem lentu undir snjóflóð­inu gátu verið húsin okk­ar“

Völundur Hafstað er búsettur á Flateyri og segir frá upplifun sinni af snjóflóðunum sem féllu þann 14. janúar.

16. janúar - 15:00

Hversu gáfuð eru Lóa og Jói?

Jóhann og Lóa fóru í æsispennandi gátukeppni í beinni og fengu hlustendur það loksins á hreint hvor þáttarstjórandinn er gáfaðri.

16. janúar - 15:00

101 Frétt­ir: Borg nefnd í höf­uðið á Akon

Sigurbjartur fer með fréttir vikunnar að sinni þar sem hann fjallar um Akon City, eitrað andrúmsloft í konungsfjölskyldunni, gerð lagsins Aquaman og fleira.

16. janúar - 14:30

„Þú tapar þegar þú vinnur Tind­erlaug­ina“

Hlaðvarpsþátturinn Athyglisbrestur á lokastigi hefur snúið aftur í seríu 2. Salka og Lóa fjalla m.a. um uppáhaldssjónvarpsþáttinn sinn, Tinderlaugina.

sjá allt