Hlusta

Spice Girls ís­lensku sviðslista­sen­unnar

14. janúar - 13:30

VédísKjartans
Védís Kjartansdóttir. Mynd: Lilja Birgisdóttir

Þau Védís Kjartansdóttir og Sigurður Arent úr sviðslistahópnum Marble Crowd komu í viðtal í síðdegisþáttinn Tala saman og sögðu frá verkinu Eyður. Verkið verður frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins á morgun, miðvikudaginn 15. janúar.

Eyður Run Through 2-17 mynd: Owen Fiene

Strandaglópar á eyðieyju

„Eyður er tveggja tíma langt sviðslistaverk með hléi. Það er mjög mikilvægt. Fyrst ætluðum við að hafa mörg hlé, alveg þrjú, en þurftum að hætta við. Við erum að vinna með eyjuna sem sögusvið,“ segir Sigurður Arent. Verkið fjallar um fimm strandaglópar sem ranka við sér á eyðieyju einhvers staðar milli raunheima og skáldskapar. Í framandlegu vistkerfi reyna þeir að endurskapa heiminn eftir minni. Á meðan leikmennina rekur á milli raunverulegra og ímyndaðra kringumstæðna birtast þeim sýnir á flökti milli fortíðar og framtíðar.

Hópurinn notar samsköpunaraðferðir til þess að vinna úr hugmyndum sínum og enginn einn innan hópsins leikstýrir. Síðustu daga hafa þau fengið króatískan dramatúrg að nafni Igor, til að aðstoða sig á lokametrum verksins.

81906707 2557845121101675 1014545900371968000 o

Koma úr ólíkum áttum

Hópurinn Marble Crowd samanstendur af Védísi Kjartansdóttur dansara og danshöfundi, Sigurði Arent sviðslistamanni, Sögu Sigurðardóttur dansara og danshöfundi, Kristni Guðmundssyni myndlistar-og matreiðslumanni og Katrínu Gunnarsdóttur dansara og danshöfundi.

„Við komum úr svo ólíkum áttum og við höfum stundum verið kölluð Spice Girls íslensku sviðslistasenunnar,“ segir Védís og gefur í skyn að þau hafi öll sín karaktereinkenni sem eru afgerandi líkt og ástsæla skvísupoppsveitin, Spice Girls.

Hafa engu að tapa

„Okkur líður svolítið eins og við höfum engu að tapa. Við fengum stóra sviðið núna en fáum það kannski síðan aldrei aftur,“ segir Sigurður Arent. Hópum geti gengið vel, sýningar geta hlotið mikið lof en vegna þess hve lítið fjárhagslegt svigrúm er til staðar í senunni viti listamenn aldrei hvenær eða hvort styrkir fáist næst. „Þú ert kannski mjög heitur eitt árið en það næsta færðu ekki neitt.“ Þess vegna ætlar hópurinn sér að tjalda öllu til og bjóða áhorfendum á show.

Eyður er önnur sýning Marmarabarna í samstarfi við Þjóðleikhúsið en fyrri sýningin, Moving Mountains, var tilnefnd til gagnrýnendaverðlauna evrópskra tímaritsins Tanz 2017 og var tilnefnd til Grímuverðlaunanna 2019 í flokknum danshöfundur ársins.

Miðar á verkið fást á leikhusid.is og seinna í vikunni verða frímiðar inni á Sambands-appinu fyrir viðskiptavini Sambandsins. Ekki láta þessa spennandi sýningu fram hjá þér fara.

VédísKjartans
Védís Kjartansdóttir. Mynd: Lilja Birgisdóttir

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

1. júlí - 12:30

Reykja­vík­ur­dæt­ur: „Vildum vanda okkur meira og skapa eitt heild­ar­verk“

Í nýjasta þætti Kraftbirtingahljóms guðdómsins fær Bergþór til sín Reykjavíkurdætur og þær roastuðu kallinn smá.

29. júní - 10:00

Samdi yfir fimmtán­hundruð verk á sínum þrjá­tíu árum

Nanna Kristjánsdóttir segir frá hinum óvenjulega Schubert í nýjasta þætti Classic

22. júní - 10:45

Donna Cruz: „Hvað ætlar hvít mann­eskja að segja mér um ras­is­ma?“

Leikkonan Donna Cruz hefur átt fullt í fangi með að svara rasistum og kenna Íslendingum að vera ekki rasistar undanfarna daga. Við tókum spjall við hana um þetta allt í Tala saman.

19. júní - 11:00

Frum­varpið sem eng­inn bað um

Frumvarp sem skerðir mannréttindi hælisleitenda. Sara Mansour og Hjördís Lára Hlíðberg fjalla um ómannúðlegar breytingar á útlendingalögunum í síðdegisþættinum Tala saman.

18. júní - 10:15

Ekki steríótýpísk MH hljóm­sveit

Hljómsveitin Inspector Spacetime gaf út lagið Hvað sem er á dögunum.

16. júní - 12:00

Dymbrá: „Þetta er það fyrsta sem við gefum út sjálf­ar“

Þær Eir Ólafsdóttir, Eyrún Úa Þorbjörnsdóttir og Nína Solveig Andersen eru hljómsvetin Dymbrá. Þær eru allar í MH og voru að gefa út sína fyrstu plötu.

sjá allt