Hlusta

Stærstu tískumiðlar heims fjalla um nýj­ustu línu 66° Norður

22. maí, 2019 - 10:15

Söngkonan GDRN í Granda samfestingnum.
Söngkonan GDRN í Granda samfestingnum.

Nú í byrjun vikunnar birti einn stærsti tísku og lífstílsmiðill heims, Hypebeast, stutta umfjöllun um Granda fatalínu 66°Norður. Hypebeast, sem gerir út frá Hong Kong, er talin vera ein áhrifamesta röddin innan tískugeirans og keppast fatamerki um að fá umfjöllun frá síðunni. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem að Hypebeast fjallar um 66°Norður en miðilinn hefur þónokkrum sinnum fjallað um íslensku útivistarfötin, nú síðast þegar að 66°Norður og Ganni gáfu út samstarfslínu. Greinilegt er að íslenska fatamerkið er í hávegum haft hjá miðlinum.

Screenshot 2019-05-22 at 09.53.16

Í umfjöllun sinni um Granda línuna segir Hypebeast að línan sé undir miklum áhrifum frá vinnufataklæðnaði og að samfestingurinn standi uppúr. Þess má geta að íslenska söngkonan GDRN situr fyrir á nokkrum myndum sem fylgja með umfjölluninni. Hægt er að lesa umfjöllunina hér.

Eins fjallar helsti samkeppnisaðili Hypebeast, Highsnobiety, um 66°Norður í umfjöllun sinni um helstu útivistarmerkin. Segir Higsnobiety að 66°Norður séu þekkt fyrir síðar Jökla úlpur sínar og segir frá líka frá fatalínunni sem að 66°Norður gaf út þegar að Ísland spilaði á HM. Hægt er að lesa þá umfjöllun hér.

Screenshot 2019-05-22 at 09.49.40

Undraland, alla virka daga á milli kl. 11 og 15, í boði Macland.

Söngkonan GDRN í Granda samfestingnum.
Söngkonan GDRN í Granda samfestingnum.

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

10. október - 11:00

Vel­komin til 101 Producti­ons

101 Productions er framleiðslufyrirtæki sem einnig rekur útvarpsstöðina Útvarp 101. Ert þú með hugmynd? Sendu okkur línu á idea@101.live.

27. janúar - 10:30

Kapí­tal­ism­inn í sögu­legu sam­hengi

Í nýjasta þætti Heimsenda ræðir Stefán Þór við hagfræðinginn Ólaf Kjaran Árnason um kapítalisma.

24. janúar - 13:00

Heimsend­ir: Síteng­ing

Eruð þér límd við skjáinn? Er símtækið besti vinur þinn? Í nýjasta þætti Heimsenda er rætt um sítengingu og skilgreiningu hennar.

24. janúar - 12:30

Þetta full­orðna fólk er svo skrýtið

Í hlaðvarpinu „Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið“ velta Annalísa Hermannsdóttir og Björk Guðmundsdóttir fyrir sér hegðun og hugarstarfi fullorðins fólks á heimspekilegan, sálfræðilegan en þó óvísindalegan hátt.

19. janúar - 14:40

Ein­hleyp, einmana og eirð­ar­laus: Live date

Þáttastjórnendur Einhleyp, einmana og eirðarlaus eru mætt aftur í stúdíóið að jólafríi loknu.

17. janúar - 14:30

„Hopp­andi á rúm­inu og syngj­andi í hár­burst­ann“

„Þetta er bara hreint og beint svefnherbergisdjamm, hoppandi á rúminu og syngjandi í hárburstann“ segir tónlistarkonan Salóme Katrín um lagið „The Other Side“ sem hún sendi frá sér í vikunni.

sjá allt