Hlusta

Ný plata frá Sturla Atlas á ís­lensku

3. mars, 2020 - 11:20

bjartur 49 copy

Sigurbjartur Sturla Atlason, Sturla Atlas, var gestur vikunnar í Kraftbirtingarhljómi guðdómsins, hlaðvarpi um rapptónlist í umsjón Bergþórs Mássonar.

Þáttaskil í íslenskri dægurmenningu

Í þættinum ræddi Sturla uppvaxtarárin í Austurbænum, ferilinn, leikaralífið og margt fleira. Fyrsta plata Sturla Atlas kom út árið 2015 en mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Þegar sú plata kom út á sínum tíma vakti hún mikið umtal og má segja að hún hafi markað viss þáttaskil í íslenskri dægurmenningu. Það sem var merkilegt við tónlistina er að hún var íslensk og sungin á ensku en tröllreið samt ungmennum, sem er eitthvað sem mjög fáum tekst. Tónlistin var tenging á milli internet-kúltúrs og íslenskrar popptónlistar, samfélagsmiðlar knúðu lestina áfram og tónlistin og ímyndin talaði við erlendan poppkúltur en var samt íslenskt.

Fyrsta platan í þrjú ár

Í viðtalinu við Bergþór Másson tilkynnti Sturla að ný ep-plata frá honum væri væntanleg. Hún ber titilinn Paranoia og má búast við henni á allar helstu streymisveitur síðar í vikunni. Plötuna vann hann með tónlistarmanninum Ísleifi Eldi og sömdu þeir plötuna að mestu í apríl árið 2019. Sturla tilkynnti á Instagram síðu sinni í gær að hann hyggðist stíga inn í nýja tíma næstkomandi miðvikudag og að hann hlakkaði til að deila tónlistinni með heiminum. Þetta er nýr kafli í sögu Sturla Atlas því þetta er í fyrsta sinn sem hann gefur út efni á íslensku.

Persónulegri tónlist en áður

Sturla segir þessa plötu marka tímamót á ferlinum en hann syngur í fyrsta skipti á ferlinum á íslensku. Hann segir skiptinguna yfir á móðurmálið hafa verið nauðsynlega fyrir sig sem listamann. Sigurbjartur telur að hann geti komist dýpra í lagasmíðum og tjáningin sé auðveldari á íslensku. Hann segir plötuna vera afar poppaða miðað við fyrri verk og ef til vill töluvert persónulegri.

88241670 495795167976403 2267395077460478888 n

Hlustaðu á þennan frábæra þátt í spilaranum hér að ofan.

Kraftbirtingarhljómur guðdómsins er annan hvern mánudag í boði 66 North og Yuzu.

bjartur 49 copy

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

10. október - 11:00

Vel­komin til 101 Producti­ons

101 Productions er framleiðslufyrirtæki sem einnig rekur útvarpsstöðina Útvarp 101. Ert þú með hugmynd? Sendu okkur línu á idea@101.live.

27. janúar - 10:30

Kapí­tal­ism­inn í sögu­legu sam­hengi

Í nýjasta þætti Heimsenda ræðir Stefán Þór við hagfræðinginn Ólaf Kjaran Árnason um kapítalisma.

24. janúar - 13:00

Heimsend­ir: Síteng­ing

Eruð þér límd við skjáinn? Er símtækið besti vinur þinn? Í nýjasta þætti Heimsenda er rætt um sítengingu og skilgreiningu hennar.

24. janúar - 12:30

Þetta full­orðna fólk er svo skrýtið

Í hlaðvarpinu „Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið“ velta Annalísa Hermannsdóttir og Björk Guðmundsdóttir fyrir sér hegðun og hugarstarfi fullorðins fólks á heimspekilegan, sálfræðilegan en þó óvísindalegan hátt.

19. janúar - 14:40

Ein­hleyp, einmana og eirð­ar­laus: Live date

Þáttastjórnendur Einhleyp, einmana og eirðarlaus eru mætt aftur í stúdíóið að jólafríi loknu.

17. janúar - 14:30

„Hopp­andi á rúm­inu og syngj­andi í hár­burst­ann“

„Þetta er bara hreint og beint svefnherbergisdjamm, hoppandi á rúminu og syngjandi í hárburstann“ segir tónlistarkonan Salóme Katrín um lagið „The Other Side“ sem hún sendi frá sér í vikunni.

sjá allt