Hlusta

Taylor Swift finnst að hómó­fób­ískir þurfi að „róa sig nið­ur“

19. júní, 2019 - 10:55

Screen Shot 2019-06-18 at 4.48.15 PM

Tónlistarmyndband við nýjasta lag Taylor Swift, You Need To Calm Down af plötunni Lover sem er væntanleg 23. ágúst næstkomandi, kom út í gærmorgun. Það kveður við nýjan tón í laginu, allavega hvað varðar umfjöllunarefni lagatextans.

Myndbandið og lagið, eflaust pólitískasta verk Swift hingað til, er bæði stjörnum og páskaeggjum (e. easter eggs) prítt. Textinn vísar til þess að þeir sem setji út á samkynhneigða þurfi að róa sig og að shade hafi aldrei gert neinn minna samkynhneigðan. Pride-mánuður er genginn í garð í Bandaríkjunum og Taylor Swift situr ekki hjá.

Myndbandið hefur vakið gríðarlega athygli og er komið með rúmlega 20 milljónir spilana á YouTube. Aðdáendur Swift, svokallaðir Swifties, eru að vonum gríðarlega ánægðir en aðrir setja spurningamerki við það að Swift sé nú orðin bandamaður hinsegin fólks. Við útgáfu lagsins vaknar spurningin, er allur stuðningur af hinu góða? Þegar gagnkynhneigð kona (það eru einhverjir sem vilja halda því fram að Taylor Swift sé að koma út úr skápnum með þessu lagi, en það er önnur umræða) semur hinsegin lofsöng árið 2019 er hún þá að reyna að tikka í woke-boxið? Við drögum ekki í efa að henni þyki málaflokkurinn mikilvægur en er hún að reyna að eigna sér baráttu sem er ekki hennar?

Textabrotið „Shade never made anybody less gay“ vekur sérstaka athygli í þessu samhengi. Shade er vinsælt slanguryrði í Bandaríkjunum og hefur oftast merkinguna að dissa eða dæma einhvern. Diss, fordómar og einelti eru hlutir sem hafa vissulega hamlað samkynhneigðu fólki í gegnum tíðina og gera enn. Texti lagsins virðist í raun fjalla samtímis um það þegar gagnrýnendur Swift eru með leiðindi við hana á netinu og hvað henni er í raun sama og þegar fólk getur ekki sýnt hinsegin fólki umburðarlyndi þá þurfi það bara að hætta.

Swift berst þessa dagana fyrir The Equality Act, lögum sem eru nú til umræðu á Bandaríska þinginu. The Equality Act snýst um að LGTBQI+ einstaklingar hljóti vernd í öllum ríkjum Bandaríkjanna fyrir nokkurs konar mismun byggða á kyni, kynhneigð og kyntjáningu.

Lengi vel var Swift ekki mikið fyrir að tjá sig opinberlega um sínar pólitísku skoðanir, þar til 7. Október í fyrra þegar hún lýsti yfir stuðningi við frambjóðendurna Phil Bredesen og Jim Cooper á Instagram og er það aðallega þessvegna sem þetta myndband og lag er svona óvænt.

View this post on Instagram

I’m writing this post about the upcoming midterm elections on November 6th, in which I’ll be voting in the state of Tennessee. In the past I’ve been reluctant to publicly voice my political opinions, but due to several events in my life and in the world in the past two years, I feel very differently about that now. I always have and always will cast my vote based on which candidate will protect and fight for the human rights I believe we all deserve in this country. I believe in the fight for LGBTQ rights, and that any form of discrimination based on sexual orientation or gender is WRONG. I believe that the systemic racism we still see in this country towards people of color is terrifying, sickening and prevalent. I cannot vote for someone who will not be willing to fight for dignity for ALL Americans, no matter their skin color, gender or who they love. Running for Senate in the state of Tennessee is a woman named Marsha Blackburn. As much as I have in the past and would like to continue voting for women in office, I cannot support Marsha Blackburn. Her voting record in Congress appalls and terrifies me. She voted against equal pay for women. She voted against the Reauthorization of the Violence Against Women Act, which attempts to protect women from domestic violence, stalking, and date rape. She believes businesses have a right to refuse service to gay couples. She also believes they should not have the right to marry. These are not MY Tennessee values. I will be voting for Phil Bredesen for Senate and Jim Cooper for House of Representatives. Please, please educate yourself on the candidates running in your state and vote based on who most closely represents your values. For a lot of us, we may never find a candidate or party with whom we agree 100% on every issue, but we have to vote anyway. So many intelligent, thoughtful, self-possessed people have turned 18 in the past two years and now have the right and privilege to make their vote count. But first you need to register, which is quick and easy to do. October 9th is the LAST DAY to register to vote in the state of TN. Go to vote.org and you can find all the info. Happy Voting! 🗳😃🌈

A post shared by Taylor Swift (@taylorswift) on

Cher-Mom-I-Am-Rich-Man-Quote Fyrsta páskaegg myndbandsins, tilvitnun í Cher, en svona svaraði Cher móður sinni þegar móðir hennar spurði hana hvort hún ætlaði ekki að finna sér einhvern ríkan mann til að giftast.

Grínistinn Bandaríski Matt Rogers potar í Taylor Swift í þessu tísti og tekur undir sömu gagnrýnisraddir sem setja spurningamerki við hinseginn boðskap Swifts.

View this post on Instagram

AGHGHGHGH I am crying and voguing at the same time! Never in a million years would I have dreamed I’d be able to call this global superstar my best friend. But she has taught me that you can be on top of the world and still be grounded, humble, thoughtful and kind. Thank you @taylorswift for letting me be such a huge part of something so special and SO important! Thanks for listening to me talk or sometimes rant about social injustices and using your platform to change people’s hearts and minds with your music. Thanks for allowing me to bring all my besties to the party, this was the most fun I’ve had on any set, though trying to pull you away from the drag queens was almost impossible. I love you to the ends of the earth and back, and I can’t wait to keep strutting through life by your side you sweet sweet angel! ps I kept the shoes 👠

A post shared by TODRICK (@todrick) on

Todrick Hall lýsir yfir gleði sinni yfir myndbandinu og bendir allt til þess að flestir sem tóku þátt í því séu hæstánægðir með ferlið og útkomuna.

Í myndbandinu koma fram ýmsar, ólíkar, hinsegin stjörnur. Hannah Hart, þáttastjórnandi My Drunk Kitchen, leikkonan Laverne Cox og Todrick Hall sem framleiddi myndbandið ásamt Swift.

Poppstjarnan Ciara giftir kærustuparið Jesse Tyler Ferguson og Justin Mikita og Queer Eye tískusérfræðingurinn Tan France sýpur á brennandi heitu tei en Bobby Berk, Karamo Brown, Jonathan Van Ness og Antoni Porowski úr Queer Eye eru einnig allir á svæðinu.

Screen Shot 2019-06-18 at 2.34.31 PM

RuPaul krýnir dragdrottningar og fyrrum þátttakendur Drag Race allar drottningar og Ellen Degeneres er tattúveruð af Adam Levine.

Screen Shot 2019-06-19 at 10.50.03 AM

Billy Porter úr Pose er með góða innkomu í myndbandinu, glæsilegur til fara að vanda og svo má sjá leikaran knáa Ryan Reynolds mála málverk af Stonewall Inn þar sem Pride hófst. Við vitum ekki alveg afhverju Reynolds er að því en hann tekur sig vel út engu að síður. Það er nóg af frægu fólki og fékk Swift í heildina 20 stjörnur til liðs við sig. Óvæntasta stjarnan í myndbandinu hlýtur þó að vera Katy Perry en þær grafa stríðsöxina í myndbandinu. Þær voru góðar vinkonur þangað til að dansarar Swift yfirgáfu hana á tónleikaferðalagi til að dansa með Katy Perry í staðinn.

Grínistinn Eva Victor skýtur á Swift í þessu myndbandi og leikur hana útskýra myndbandið fyrir móður sinni. Segir í raun allt sem segja þarf.

Screen Shot 2019-06-18 at 4.48.15 PM

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

10. október - 11:00

Vel­komin til 101 Producti­ons

101 Productions er framleiðslufyrirtæki sem einnig rekur útvarpsstöðina Útvarp 101. Ert þú með hugmynd? Sendu okkur línu á idea@101.live.

27. janúar - 10:30

Kapí­tal­ism­inn í sögu­legu sam­hengi

Í nýjasta þætti Heimsenda ræðir Stefán Þór við hagfræðinginn Ólaf Kjaran Árnason um kapítalisma.

24. janúar - 13:00

Heimsend­ir: Síteng­ing

Eruð þér límd við skjáinn? Er símtækið besti vinur þinn? Í nýjasta þætti Heimsenda er rætt um sítengingu og skilgreiningu hennar.

24. janúar - 12:30

Þetta full­orðna fólk er svo skrýtið

Í hlaðvarpinu „Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið“ velta Annalísa Hermannsdóttir og Björk Guðmundsdóttir fyrir sér hegðun og hugarstarfi fullorðins fólks á heimspekilegan, sálfræðilegan en þó óvísindalegan hátt.

19. janúar - 14:40

Ein­hleyp, einmana og eirð­ar­laus: Live date

Þáttastjórnendur Einhleyp, einmana og eirðarlaus eru mætt aftur í stúdíóið að jólafríi loknu.

17. janúar - 14:30

„Hopp­andi á rúm­inu og syngj­andi í hár­burst­ann“

„Þetta er bara hreint og beint svefnherbergisdjamm, hoppandi á rúminu og syngjandi í hárburstann“ segir tónlistarkonan Salóme Katrín um lagið „The Other Side“ sem hún sendi frá sér í vikunni.

sjá allt