Hlusta

Þótti ósið­legt að konur léku á sviði

8. október - 14:55

Screenshot 2019-10-08 at 14.58.25
Ljósmyndari: Saga Sig

Lára Jóhanna Jónsdóttir frumsýndi ásamt glæsilegum leikhópi verkið Shakespeare verður ástfanginn í Þjóðleikhúsinu síðasta föstudag. Í verkinu fer Lára Jóhanna með hlutverk Víólu de Lesseps sem dreymir um að verða leikari en á tímum Shakespeare þótti það ekki hæfa dömum að leika.

Skemmtilegt ferli með stórum leikhópi

Lára segir ferlið hafa verið skemmtilegt enda hátt í þrjátíu manns í hópnum. Hún segir það hafa verið auðvelt að gleyma sér í fjörinu og hún hafi þurft að minna sig reglulega á að hún væri í vinnunni. Hópurinn samanstendur af tuttugu og tveimur leikurum og hljómsveit en ásamt stígur tónlistarkonan GDRN, Guðrún Ýr Eyfjörð á svið og syngur og spilar á fiðlu. Bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór sáu um tónlistina í sýningunni og segir Lára lögin vera skemmtileg og setja fýling í sýninguna.

Verk fyrir alla sem hrífast af góðum ástarsögum

Aðspurð hvernig karakterinn hennar sé segir hún Víólu vera hefðardama sem finnst það þó ekki vera neitt sérstaklega skemmtilegt. „Hana langar að verða listamaður og leikari en á þessum tíma þá var það fyrirlitið. Hún fer og klæðir sig sem karlmaður til þess að reyna að komast inn í leikhúsið.“ segir Lára. Þar kynnist hún Shakespeare, sem var hálfgerð rokkstjarna á þeim tíma en þó ekki nógu fínn fyrir hefðardömu. Í leikritinu er Shakespeare að skrifa Rómeó og Júlíu og samband hans við Víólu innblásturinn af því. Verkið er fyrst og fremst skemmtileg og góð ástarsaga sem ímyndar sér baksöguna á einu frægasta verki Shakespeare.

Alltaf stressuð fyrir frumsýningum

„Frumsýningartaugarnar eru aðeins farnar úr manni.“ segir Lára en framundan eru að minnsta kosti níu sýningar. Hún segist alltaf verið stressuð að frumsýna, sama hversu oft hún hafi gert það áður. „Ég er alveg enn þá stressuð. Maður er enn þá að fara að gera eitthvað risa fyrir framan 500 manns.“ en hún segir það alltaf vera taugatrekkjandi að sýna sama þó það sé í fimmtugasta skipti sem hún sýnir. „Það er partur af þessu að maður verður að vera svo rosalega tilbúinn, maður verður að kveikja á öllum taugunum í líkamanum til þess að skila sínu af sér.“

Útvarp 101 kíkti á lokaæfingu fyrir sýninguna í síðustu viku í þættinum 101 á vettvangi.

Hlustaðu á viðtalið við Láru Jóhönnu í spilarnum hér að ofan.

Tala saman er alla virka daga í boði Domino's og Zombieland: Double Tap

Screenshot 2019-10-08 at 14.58.25
Ljósmyndari: Saga Sig

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

18. október - 10:40

Herra Hnetu­smjör fór á Nickel­back tón­leika í Búdapest

Það dregur til tíðinda þegar Herra Hnetusmjör heldur stórtónleika. Hann ætlar að fylla Gamla bíó og bjóða upp á svakalegt sjónarspil. Hann kom í skemmtilegt viðtal til Jóa og Lóu í Tala saman.

18. október - 10:20

Vanda­málið: Vin­konu­drama og reitti ein­stak­ling til reiði á net­inu

Við leysum vandamál hlustenda í Tala saman, sama hversu flókin þau kunna að vera.

18. október - 00:00

Gleymdir Hollywood skandalar

Enginn er fullkominn. Öll gerum við mistök en það vekur þó athygli fleiri þegar fræga og fallega fólkið í Hollywood fer út af sporinu. Hér er listi af nokkrum eftirminnilegum klúðrum.

17. október - 15:00

101 Frétt­ir: Floni berst við leð­ur­blöku

Það helsta úr fréttum vikunnar hjá Útvarpi 101

17. október - 12:00

Lista­maður vik­unn­ar: DaBaby

Tvímælalaust einn stærsti rappari ársins 2019 kemur frá Charlotte í Bandaríkjunum og kallar sig DaBaby. Önnur plata hans, Kirk, kom út á dögunum og er DaBaby listamaður vikunnar á Útvarp 101.

17. október - 08:00

Tommi á Búll­unni: „Ég ætl­aði alltaf að verða for­sæt­is­ráð­herra“

Í nýjasta þætti GYM fer Birna María í ræktina með Tómasi Andrési Tómassyni, betur þekktur sem Tommi á Búllunni.

sjá allt