Hlusta

Þótti ósið­legt að konur léku á sviði

8. október, 2019 - 14:55

Screenshot 2019-10-08 at 14.58.25
Ljósmyndari: Saga Sig

Lára Jóhanna Jónsdóttir frumsýndi ásamt glæsilegum leikhópi verkið Shakespeare verður ástfanginn í Þjóðleikhúsinu síðasta föstudag. Í verkinu fer Lára Jóhanna með hlutverk Víólu de Lesseps sem dreymir um að verða leikari en á tímum Shakespeare þótti það ekki hæfa dömum að leika.

Skemmtilegt ferli með stórum leikhópi

Lára segir ferlið hafa verið skemmtilegt enda hátt í þrjátíu manns í hópnum. Hún segir það hafa verið auðvelt að gleyma sér í fjörinu og hún hafi þurft að minna sig reglulega á að hún væri í vinnunni. Hópurinn samanstendur af tuttugu og tveimur leikurum og hljómsveit en ásamt stígur tónlistarkonan GDRN, Guðrún Ýr Eyfjörð á svið og syngur og spilar á fiðlu. Bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór sáu um tónlistina í sýningunni og segir Lára lögin vera skemmtileg og setja fýling í sýninguna.

Verk fyrir alla sem hrífast af góðum ástarsögum

Aðspurð hvernig karakterinn hennar sé segir hún Víólu vera hefðardama sem finnst það þó ekki vera neitt sérstaklega skemmtilegt. „Hana langar að verða listamaður og leikari en á þessum tíma þá var það fyrirlitið. Hún fer og klæðir sig sem karlmaður til þess að reyna að komast inn í leikhúsið.“ segir Lára. Þar kynnist hún Shakespeare, sem var hálfgerð rokkstjarna á þeim tíma en þó ekki nógu fínn fyrir hefðardömu. Í leikritinu er Shakespeare að skrifa Rómeó og Júlíu og samband hans við Víólu innblásturinn af því. Verkið er fyrst og fremst skemmtileg og góð ástarsaga sem ímyndar sér baksöguna á einu frægasta verki Shakespeare.

Alltaf stressuð fyrir frumsýningum

„Frumsýningartaugarnar eru aðeins farnar úr manni.“ segir Lára en framundan eru að minnsta kosti níu sýningar. Hún segist alltaf verið stressuð að frumsýna, sama hversu oft hún hafi gert það áður. „Ég er alveg enn þá stressuð. Maður er enn þá að fara að gera eitthvað risa fyrir framan 500 manns.“ en hún segir það alltaf vera taugatrekkjandi að sýna sama þó það sé í fimmtugasta skipti sem hún sýnir. „Það er partur af þessu að maður verður að vera svo rosalega tilbúinn, maður verður að kveikja á öllum taugunum í líkamanum til þess að skila sínu af sér.“

Útvarp 101 kíkti á lokaæfingu fyrir sýninguna í síðustu viku í þættinum 101 á vettvangi.

Hlustaðu á viðtalið við Láru Jóhönnu í spilarnum hér að ofan.

Tala saman er alla virka daga í boði Domino's og Zombieland: Double Tap

Screenshot 2019-10-08 at 14.58.25
Ljósmyndari: Saga Sig

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

29. maí - 11:05

Birgir Há­kon: „Ég er lif­andi sönnun þess að það er hægt að snúa við blað­inu“

Birgir Hákon, rappari, er viðmælandi Bergþórs Mássonar að þessu sinni í Kraftbirtingarhljómi guðdómsins.

21. maí - 09:00

Tobba Marínós býr á æsku­heim­ili Skoð­ana­bræðra

Tobba Marínós, ritstjóri DV, var gestur þeirra Snorra og Begga í hlaðvarpinu sívinsæla, Skoðanabræður.

20. maí - 13:00

Stúd­entar falla á milli kerfa og kvíða sumr­inu

Isabel Alejandra Díaz er nýkjörin formaður SHÍ. Hún ræddi málefni stúdenta í síðdegisþættinum Tala saman.

19. maí - 14:00

Nýtt lag frá Brynju: Frí frá áhyggjum af því hvort heim­ur­inn væri að far­ast

Tónlistarkonan Brynja sendi frá sér lagið Light Headed á dögunum.

18. maí - 12:00

Hljóm­sveitin Celebs: Systkini sem hafa öll unnið Mús­íktilraunir

Celebs eru: Hrafnkell Hugi Vernharðsson, Katla Vigdís Vernharðsdóttir og Valgeir Skorri Vernharðsson. Þau eru systkini frá Suðureyri í Súgandafirði og hafa öll á einhverjum tímapunkti unnið Músíktilraunir. Þessi skemmtilega nýja hljómsveit gaf út sitt fyrsta lag á dögunum.

13. maí - 12:50

Dragdrottn­ingar deyja ekki ráða­lausar og streyma sýn­ingum fyrir að­dá­endur

Jenny Purr og Gógó Starr stýra hlaðvarpsþættinum Ráðlagður dragskammtur þar sem þær ræða dragsenuna og öllu því sem henni fylgir. Í nýjustu þáttunum ræða þær online dragsýningarnar á vegum Drag-Súgur.

sjá allt