Hlusta

„Tím­inn er knappur og leik­húsið bíður ekki eftir nein­um“

29. janúar, 2019 - 04:14

Run Through 1st Edit-33

Í spilaranum að ofan er hægt að hlusta á viðtalið við Andreu Elínu Vilhjálmsdóttur í Morgunþættinum Múslí.

Andrea Elín Vilhjálmsdóttir, leikstjóri, var gestur Morgunþáttarins Múslí í morgun. Hún sagði þeim Lóu og Jóhanni frá einleiknum Velkomin heim sem frumsýndur verður laugardaginn 2. febrúar í Þjóðleikhúsinu.

Í leikritinu Velkomin heim segir María Thelma sögu sína og móður sinnar sem fluttist til landsins frá Tælandi í upphafi tíunda áratugarins. Sögur kvenkyns innflytjenda er viðfangsefni sem ekki hefur fengið mikið rými hingað til í stóru leikhúsunum. Kveikjan að verkinu var einstaklingsverkefni Maríu Thelmu þegar hún var í Listaháskólanum fyrir tveimur árum. Þær Andrea Elín og Kara Hergils fara með hlutverk leikstjóra og í samvinnu vinna þær allar þrjár að handritinu.

María Thelma er fyrsta leikkonan af blönduðum íslenskum og asískum uppruna til að útskrifast úr leikaranámi Listaháskólans. Andrea ræddi við þáttarstjórnendur Múslí um lífið í leikhúsinu og hversu sjaldgæft það sé að þrír sviðshöfundar sitji saman og ræði menningu í útvarpsþætti. Á tix.is er hægt að nálgast miða á verkið sem er í sýningu út febrúar. Andrea hvetur alla til að sjá verkið sem er einungis í sýningu út febrúar: „Tíminn er knappur og leikhúsið bíður ekki eftir neinum“ segir Andrea.

Morgunþátturinn Múslí er alla virka morgna milli 7-9 í boði Joe and the Juice.

Run Through 1st Edit-33

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

10. október - 11:00

Vel­komin til 101 Producti­ons

101 Productions er framleiðslufyrirtæki sem einnig rekur útvarpsstöðina Útvarp 101. Ert þú með hugmynd? Sendu okkur línu á idea@101.live.

27. janúar - 10:30

Kapí­tal­ism­inn í sögu­legu sam­hengi

Í nýjasta þætti Heimsenda ræðir Stefán Þór við hagfræðinginn Ólaf Kjaran Árnason um kapítalisma.

24. janúar - 13:00

Heimsend­ir: Síteng­ing

Eruð þér límd við skjáinn? Er símtækið besti vinur þinn? Í nýjasta þætti Heimsenda er rætt um sítengingu og skilgreiningu hennar.

24. janúar - 12:30

Þetta full­orðna fólk er svo skrýtið

Í hlaðvarpinu „Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið“ velta Annalísa Hermannsdóttir og Björk Guðmundsdóttir fyrir sér hegðun og hugarstarfi fullorðins fólks á heimspekilegan, sálfræðilegan en þó óvísindalegan hátt.

19. janúar - 14:40

Ein­hleyp, einmana og eirð­ar­laus: Live date

Þáttastjórnendur Einhleyp, einmana og eirðarlaus eru mætt aftur í stúdíóið að jólafríi loknu.

17. janúar - 14:30

„Hopp­andi á rúm­inu og syngj­andi í hár­burst­ann“

„Þetta er bara hreint og beint svefnherbergisdjamm, hoppandi á rúminu og syngjandi í hárburstann“ segir tónlistarkonan Salóme Katrín um lagið „The Other Side“ sem hún sendi frá sér í vikunni.

sjá allt