Hlusta

„Tím­inn er knappur og leik­húsið bíður ekki eftir nein­um“

29. janúar, 2019 - 04:14

Run Through 1st Edit-33

Í spilaranum að ofan er hægt að hlusta á viðtalið við Andreu Elínu Vilhjálmsdóttur í Morgunþættinum Múslí.

Andrea Elín Vilhjálmsdóttir, leikstjóri, var gestur Morgunþáttarins Múslí í morgun. Hún sagði þeim Lóu og Jóhanni frá einleiknum Velkomin heim sem frumsýndur verður laugardaginn 2. febrúar í Þjóðleikhúsinu.

Í leikritinu Velkomin heim segir María Thelma sögu sína og móður sinnar sem fluttist til landsins frá Tælandi í upphafi tíunda áratugarins. Sögur kvenkyns innflytjenda er viðfangsefni sem ekki hefur fengið mikið rými hingað til í stóru leikhúsunum. Kveikjan að verkinu var einstaklingsverkefni Maríu Thelmu þegar hún var í Listaháskólanum fyrir tveimur árum. Þær Andrea Elín og Kara Hergils fara með hlutverk leikstjóra og í samvinnu vinna þær allar þrjár að handritinu.

María Thelma er fyrsta leikkonan af blönduðum íslenskum og asískum uppruna til að útskrifast úr leikaranámi Listaháskólans. Andrea ræddi við þáttarstjórnendur Múslí um lífið í leikhúsinu og hversu sjaldgæft það sé að þrír sviðshöfundar sitji saman og ræði menningu í útvarpsþætti. Á tix.is er hægt að nálgast miða á verkið sem er í sýningu út febrúar. Andrea hvetur alla til að sjá verkið sem er einungis í sýningu út febrúar: „Tíminn er knappur og leikhúsið bíður ekki eftir neinum“ segir Andrea.

Morgunþátturinn Múslí er alla virka morgna milli 7-9 í boði Joe and the Juice.

Run Through 1st Edit-33

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

12. mars - 11:30

Gústi B gefur út lagið Fiðr­ildi

Gústi B ræðir lagið sitt Fiðrildi í útvarpsþættinum Hverfið.

4. mars - 00:00

Út­gáfu­tón­leikar Magnúsar Jó­hanns

Sambandið býður miða á Útgáfutónleika Magnúsar Jóhanns í Norðurljósasal Hörpu þann 12. mars nk.

22. febrúar - 10:00

Ætl­aði aldrei að vinna í tölvu­leikjum en varð yf­ir­fram­leið­andi FIFA hjá EA

Sigurlína Ingvarsdóttir, oftast kölluð Lína, starfaði í þróun tölvuleikja hjá EA DICE, og vann að Star Wars Battlefront en varð síðar yfirframleiðandi FIFA, sem allir ættu að þekkja. Hún er viðmælandi þeirra Vöku og Völu í Þegar ég verð stór.

13. janúar - 21:30

Birnir - Spurn­ingar feat. Páll Óskar

101 Sambandið kynnir frumsýningu á nýju lagi og myndbandi með Birni og Páli Óskari.

13. janúar - 17:05

Æði snýr aftur á skjá­inn

Patrekur Jaime og félagar snúa aftur í Æði 2.

1. desember, 2020 - 15:30

Saga kvenna sem sköp­uðu sér rými til að móta líf sitt og sam­fé­lag

Ragnheiður Kristjánsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, ræddi við þau Gunnar og Lóu í útvarpsþættinum Hverfið um bókina Konur sem kjósa. Bókin er skrifuð í tilefni þess að öld er liðin frá því að íslenskar konur hlutu kosningarétt.

sjá allt