Hlusta

„Tím­inn er knappur og leik­húsið bíður ekki eftir nein­um“

29. janúar, 2019 - 04:14

Run Through 1st Edit-33

Í spilaranum að ofan er hægt að hlusta á viðtalið við Andreu Elínu Vilhjálmsdóttur í Morgunþættinum Múslí.

Andrea Elín Vilhjálmsdóttir, leikstjóri, var gestur Morgunþáttarins Múslí í morgun. Hún sagði þeim Lóu og Jóhanni frá einleiknum Velkomin heim sem frumsýndur verður laugardaginn 2. febrúar í Þjóðleikhúsinu.

Í leikritinu Velkomin heim segir María Thelma sögu sína og móður sinnar sem fluttist til landsins frá Tælandi í upphafi tíunda áratugarins. Sögur kvenkyns innflytjenda er viðfangsefni sem ekki hefur fengið mikið rými hingað til í stóru leikhúsunum. Kveikjan að verkinu var einstaklingsverkefni Maríu Thelmu þegar hún var í Listaháskólanum fyrir tveimur árum. Þær Andrea Elín og Kara Hergils fara með hlutverk leikstjóra og í samvinnu vinna þær allar þrjár að handritinu.

María Thelma er fyrsta leikkonan af blönduðum íslenskum og asískum uppruna til að útskrifast úr leikaranámi Listaháskólans. Andrea ræddi við þáttarstjórnendur Múslí um lífið í leikhúsinu og hversu sjaldgæft það sé að þrír sviðshöfundar sitji saman og ræði menningu í útvarpsþætti. Á tix.is er hægt að nálgast miða á verkið sem er í sýningu út febrúar. Andrea hvetur alla til að sjá verkið sem er einungis í sýningu út febrúar: „Tíminn er knappur og leikhúsið bíður ekki eftir neinum“ segir Andrea.

Morgunþátturinn Múslí er alla virka morgna milli 7-9 í boði Joe and the Juice.

Run Through 1st Edit-33

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

1. júlí - 12:30

Reykja­vík­ur­dæt­ur: „Vildum vanda okkur meira og skapa eitt heild­ar­verk“

Í nýjasta þætti Kraftbirtingahljóms guðdómsins fær Bergþór til sín Reykjavíkurdætur og þær roastuðu kallinn smá.

29. júní - 10:00

Samdi yfir fimmtán­hundruð verk á sínum þrjá­tíu árum

Nanna Kristjánsdóttir segir frá hinum óvenjulega Schubert í nýjasta þætti Classic

22. júní - 10:45

Donna Cruz: „Hvað ætlar hvít mann­eskja að segja mér um ras­is­ma?“

Leikkonan Donna Cruz hefur átt fullt í fangi með að svara rasistum og kenna Íslendingum að vera ekki rasistar undanfarna daga. Við tókum spjall við hana um þetta allt í Tala saman.

19. júní - 11:00

Frum­varpið sem eng­inn bað um

Frumvarp sem skerðir mannréttindi hælisleitenda. Sara Mansour og Hjördís Lára Hlíðberg fjalla um ómannúðlegar breytingar á útlendingalögunum í síðdegisþættinum Tala saman.

18. júní - 10:15

Ekki steríótýpísk MH hljóm­sveit

Hljómsveitin Inspector Spacetime gaf út lagið Hvað sem er á dögunum.

16. júní - 12:00

Dymbrá: „Þetta er það fyrsta sem við gefum út sjálf­ar“

Þær Eir Ólafsdóttir, Eyrún Úa Þorbjörnsdóttir og Nína Solveig Andersen eru hljómsvetin Dymbrá. Þær eru allar í MH og voru að gefa út sína fyrstu plötu.

sjá allt