Hlusta

Tobba Marínós býr á æsku­heim­ili Skoð­ana­bræðra

21. maí, 2020 - 09:00

97281414 691667531632413 2261691986161493691 n

Viðmælandi Skoðanabræðra, svokallaður Karlmaður vikunnar var að þessu sinni fjölmiðlakonan og rithöfundurinn Tobba Marínós. Þátturinn fer í loftið á Útvarpi 101, 94,1, klukkan 16:00 í dag.

Skoðanabræður skrifa

BDSM-róla í kjallarahvelfingu. Það er allt eðlilegt við það. Það er líka allt eðlilegt við að Tobba Marinós, ritstjóri DV með meiru, nefni ámóta kjallara sem það fyrsta sem henni detti í hug þegar hún nær sambandi við Skoðanabræður. Eða hún nær sambandi við er ekki nákvæmt orðalag. Þeir ná sambandi við hana, sem er gleðiefni, enda ekki auðsótt hjá uppteknum ritstjóra sem lofar því þó að hann sé ekki á leið hraðbyri inn í kulnun, eða Burnout eins og Þjóðverjinn kallar það og Bandaríkjamenn „for that matter.“ DV er umdeildur miðill, það er alveg ljóst. En siðleysið bundið í eðli blaðamennskunnar getur fengið að hafa sinn gang án þess að særa að óþarfa eða fara yfir velsæmismörk. Tobba segir að það sé stefnan, en hún blæs ekki á hitt að í henni býr dólgur frá fornu fari, sem sér fréttina, sækir hana, og segir hana. Það breytist ekki – ekki frekar en heilbrigða kvíðakastið sem blaðamaður fær kvöldið fyrir prent. Að öðru leyti stungið niður mállegum penna um hvaðeina aðskiljanlegt: Farið frá hlunkaskap í heimaæfingum, yfir í sauðburð, vegan fitubolluskap og falskar hugsjónir í því samhengi, og þaðan í þann Dýrafjörð allra pólitískra málefna sem heimsvaldastefna Bandaríkjanna er. Vísun í Gíslasögu, auðvitað, og á þeim nótum einnig tekinn rúntur um það mikilsverða atriði sem eru íslenskar fornbókmenntir. Í rauninni þó lýsingarhöfundur segi sjálfur frá, einhver fremsti þáttur Skoðanabræðra frá upphafi. Djúsinn flæðir um ljósvakann frá Útvarpi 101 og Skoðanabræður taka aldrei við greiðslu frá nokkrum öðrum en hlustendum á Patreon.com/skodanabraedur.

97281414 691667531632413 2261691986161493691 n

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

10. október - 11:00

Vel­komin til 101 Producti­ons

101 Productions er framleiðslufyrirtæki sem einnig rekur útvarpsstöðina Útvarp 101. Ert þú með hugmynd? Sendu okkur línu á idea@101.live.

27. janúar - 10:30

Kapí­tal­ism­inn í sögu­legu sam­hengi

Í nýjasta þætti Heimsenda ræðir Stefán Þór við hagfræðinginn Ólaf Kjaran Árnason um kapítalisma.

24. janúar - 13:00

Heimsend­ir: Síteng­ing

Eruð þér límd við skjáinn? Er símtækið besti vinur þinn? Í nýjasta þætti Heimsenda er rætt um sítengingu og skilgreiningu hennar.

24. janúar - 12:30

Þetta full­orðna fólk er svo skrýtið

Í hlaðvarpinu „Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið“ velta Annalísa Hermannsdóttir og Björk Guðmundsdóttir fyrir sér hegðun og hugarstarfi fullorðins fólks á heimspekilegan, sálfræðilegan en þó óvísindalegan hátt.

19. janúar - 14:40

Ein­hleyp, einmana og eirð­ar­laus: Live date

Þáttastjórnendur Einhleyp, einmana og eirðarlaus eru mætt aftur í stúdíóið að jólafríi loknu.

17. janúar - 14:30

„Hopp­andi á rúm­inu og syngj­andi í hár­burst­ann“

„Þetta er bara hreint og beint svefnherbergisdjamm, hoppandi á rúminu og syngjandi í hárburstann“ segir tónlistarkonan Salóme Katrín um lagið „The Other Side“ sem hún sendi frá sér í vikunni.

sjá allt