Hlusta

Um­hverf­is­hetjan í stríði við um­hverf­is­sóða

19. september, 2019 - 12:00

IMG 2822

Umhverfishetjan kíkti við í morgunþættinum Múslí í vikunni. Umhverfishetjan segist vera fyrsta íslenska ofurhetjan en hún einsetur sér að hafa umhverfið sitt fallegt. Umhverfishetjan týnir upp rusl, málar yfir graffiti og gerir við hluti í niðurníðslu í umhverfinu. Hlustaðu á viðtalið við umhverfishetjuna í spilaranum hér að neðan.

Mikil dulúð umlykur Umhverfishetjuna, borgarbúar hafa spurt sig undanfarna daga hver maðurinn á bak við grímuna sé en engin svör hafa fengist.

„Allir geta verið umhverfishetjur“

Umhverfishetjan segir sinn helsta óvin vera umhverfissóða. Aðspurður hvað hann geri þegar hann grípur umhverfissóða að verki segist hann skamma þá en jafnframt fræða þá um afleiðingar gjörða þeirra.

„Þegar ég er að labba t.d. yfir eitthvað bílastæði og sé plast og hugsa: Vá hvað ég nenni ekki að taka upp eitthvað plast eftir einhvern annan. Þá fýkur plastið bara út í sjó og lendir í maganum á einhverjum fisk sem fer síðan í magann á börnunum okkar.“

Hvert er Umhverfishetjan að fara og hvað mun hún taka sér fyrir hendur næst? Við vitum það ekki en fylgjumst spennt með.

Morgunþátturinn Múslí er á dagskrá alla virka morgna á milli 8 & 10 í boði Joe and the Juice.

IMG 2822

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

1. júlí - 12:30

Reykja­vík­ur­dæt­ur: „Vildum vanda okkur meira og skapa eitt heild­ar­verk“

Í nýjasta þætti Kraftbirtingahljóms guðdómsins fær Bergþór til sín Reykjavíkurdætur og þær roastuðu kallinn smá.

29. júní - 10:00

Samdi yfir fimmtán­hundruð verk á sínum þrjá­tíu árum

Nanna Kristjánsdóttir segir frá hinum óvenjulega Schubert í nýjasta þætti Classic

22. júní - 10:45

Donna Cruz: „Hvað ætlar hvít mann­eskja að segja mér um ras­is­ma?“

Leikkonan Donna Cruz hefur átt fullt í fangi með að svara rasistum og kenna Íslendingum að vera ekki rasistar undanfarna daga. Við tókum spjall við hana um þetta allt í Tala saman.

19. júní - 11:00

Frum­varpið sem eng­inn bað um

Frumvarp sem skerðir mannréttindi hælisleitenda. Sara Mansour og Hjördís Lára Hlíðberg fjalla um ómannúðlegar breytingar á útlendingalögunum í síðdegisþættinum Tala saman.

18. júní - 10:15

Ekki steríótýpísk MH hljóm­sveit

Hljómsveitin Inspector Spacetime gaf út lagið Hvað sem er á dögunum.

16. júní - 12:00

Dymbrá: „Þetta er það fyrsta sem við gefum út sjálf­ar“

Þær Eir Ólafsdóttir, Eyrún Úa Þorbjörnsdóttir og Nína Solveig Andersen eru hljómsvetin Dymbrá. Þær eru allar í MH og voru að gefa út sína fyrstu plötu.

sjá allt