Hlusta

Um­hverf­is­hetjan í stríði við um­hverf­is­sóða

19. september - 12:00

IMG 2822

Umhverfishetjan kíkti við í morgunþættinum Múslí í vikunni. Umhverfishetjan segist vera fyrsta íslenska ofurhetjan en hún einsetur sér að hafa umhverfið sitt fallegt. Umhverfishetjan týnir upp rusl, málar yfir graffiti og gerir við hluti í niðurníðslu í umhverfinu. Hlustaðu á viðtalið við umhverfishetjuna í spilaranum hér að neðan.

Mikil dulúð umlykur Umhverfishetjuna, borgarbúar hafa spurt sig undanfarna daga hver maðurinn á bak við grímuna sé en engin svör hafa fengist.

„Allir geta verið umhverfishetjur“

Umhverfishetjan segir sinn helsta óvin vera umhverfissóða. Aðspurður hvað hann geri þegar hann grípur umhverfissóða að verki segist hann skamma þá en jafnframt fræða þá um afleiðingar gjörða þeirra.

„Þegar ég er að labba t.d. yfir eitthvað bílastæði og sé plast og hugsa: Vá hvað ég nenni ekki að taka upp eitthvað plast eftir einhvern annan. Þá fýkur plastið bara út í sjó og lendir í maganum á einhverjum fisk sem fer síðan í magann á börnunum okkar.“

Hvert er Umhverfishetjan að fara og hvað mun hún taka sér fyrir hendur næst? Við vitum það ekki en fylgjumst spennt með.

Morgunþátturinn Múslí er á dagskrá alla virka morgna á milli 8 & 10 í boði Joe and the Juice.

IMG 2822

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

20. nóvember - 14:00

Vanda­málið: Kærast­inn tekur aldrei til hand­ar­innar heima

Bergur Ebbi leysti vandamál hlustenda í vikulega liðnum Vandamálið.

19. nóvember - 14:00

Pönk fyrir 65 ára og eldri á Reykja­vík Dance Festi­val

Lóa Björk úr Tala saman tók púlsinn á Reykjavík Dance Festival sem fer fram um helgina.

19. nóvember - 13:20

Arn­hildur Anna: „Lang­aði að verða sterk eins og mamma“

Arnhildur Anna var einn viðmælenda Birnu í annarri seríu af GYM sem sýnd var á Stöð 2 í sumar.

19. nóvember - 12:00

Lista­maður vik­unn­ar: FKA Twigs

Fjöllistamaðurinn FKA Twigs er listamaður vikunnar á Útvarp 101.

18. nóvember - 11:29

Hraðir bílar og framúrsk­ar­andi leik­arar í Ford v Ferr­ari

Flottir bílar og sjarmerandi aðalleikarar er blanda sem löngum hefur í hávegum verið höfð í Hollywood. Ekki síst er það vegna þess hve vel slíkum myndum gengur fjárhagslega og hvort sem horft er til mynda Steve McQueen eða Fast and the Furious myndanna sívinsælu þá sannast hið forkveðna, hraðir bílar og myndarlegt fólk selur miða.

15. nóvember - 16:00

Eina mann­eskjan í heimi sem hatar Post Malone?

Í mánudagsþætti Tala saman spjölluðu Jóhann Kristófer og Ingibjörg Iða um tónlistarmanninn Post Malone

sjá allt