Hlusta

Upp­götv­aði sig kyn­ferð­is­lega við áhorf á Super­bad

23. júlí, 2019 - 10:16

F7855A64-1C8B-4CE2-8358-B2092FA9DC12

Í nýjasta þætti af Athyglisbresti á lokastigi fá þær Lóa Björk og Salvör Gullbrá til sín Sólbjörtu Veru Ómarsdóttur, myndlistarkonu og ljóðskáld.

Í þættinum voru þeir martraðakenndu tímar sem við lifum á ræddir: Tímar þar sem við neyðumst ekki aðeins til að eyða miklum tíma í neyslu á afþreyingarefni heldur ofan á allt þurfum við að hlusta á hlaðvörp til þess að heyra skoðanir annarra á afþreyingarefninu. Lóa eyddi heilum vinnudegi í að horfa á fyrstu seríuna af Big Little Lies. Salka hins vegar gafst upp á þriðju seríu af Stranger Things því hún þarf að forgangsraða lífi sínu og fannst serían fyrir neðan sína virðingu.

Hætti að horfa á Game of Thrones

Sólbjört Vera fer yfir tilfinningar sínar gagnvart þessari þriðju seríu af Stranger Things, sem eru risastórar, enda lifir enginn sig inn í þætti líkt og Sólbjört: „Fyrrverandi kærastinn minn bað mig að hætta að horfa á Game of Thrones því þeir voru að hafa svo mikil áhrif á líf mitt,“ segir Sólbjört sem grét heilu dagana þegar persónur í þáttunum sem henni þóttu vænt um dóu. Það gaf Lóu gott tækifæri til þess að tjá sig um ódeyjandi ást sína á Jon Snow, stóru ástinni í lífi hennar.

Sólbjört horfði á Superbad daglega þegar hún var unglingur

„Vegna kynferðislegu spennunnar sem vaknaði við 13-15 ára aldur þurfti ég bara að horfa á fólk tala um að ríða,“ segir Sólbjört sem elskaði bíómyndina Superbad á sínum unglingsárum og horfði á hana nánast daglega.

„Hvaða áhrif ætli það hafi haft á heilann í Sólbjörtu að horfa daglega á Superbad í langan tíma?“ spyr Salka sig í þættinum. Stelpurnar ræða bíómyndirnar sem voru í daglegri rútínu hjá þeim sem unglingum þegar allir höfðu tíma til að horfa á sömu myndina meira en fimmtíu sinnum.

Rant vikunnar hjá Sólbjörtu hitti svo beint í mark þegar hún rantaði um karlkyns snillinga sem fá endalaus tækifæri á meðan konur mega varla stíga feilspor án þess að vera brennimerktar sem klikkaðar það sem eftir er.

Athyglisbrestur á lokastigi er útvarpsþáttur á Útvarpi 101. Hann er í loftinu á Sunnudögum klukkan 16.00 á FM94,1 en er einnig aðgengilegur á Spotify og Podcast appinu

F7855A64-1C8B-4CE2-8358-B2092FA9DC12

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

10. október - 11:00

Vel­komin til 101 Producti­ons

101 Productions er framleiðslufyrirtæki sem einnig rekur útvarpsstöðina Útvarp 101. Ert þú með hugmynd? Sendu okkur línu á idea@101.live.

27. janúar - 10:30

Kapí­tal­ism­inn í sögu­legu sam­hengi

Í nýjasta þætti Heimsenda ræðir Stefán Þór við hagfræðinginn Ólaf Kjaran Árnason um kapítalisma.

24. janúar - 13:00

Heimsend­ir: Síteng­ing

Eruð þér límd við skjáinn? Er símtækið besti vinur þinn? Í nýjasta þætti Heimsenda er rætt um sítengingu og skilgreiningu hennar.

24. janúar - 12:30

Þetta full­orðna fólk er svo skrýtið

Í hlaðvarpinu „Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið“ velta Annalísa Hermannsdóttir og Björk Guðmundsdóttir fyrir sér hegðun og hugarstarfi fullorðins fólks á heimspekilegan, sálfræðilegan en þó óvísindalegan hátt.

19. janúar - 14:40

Ein­hleyp, einmana og eirð­ar­laus: Live date

Þáttastjórnendur Einhleyp, einmana og eirðarlaus eru mætt aftur í stúdíóið að jólafríi loknu.

17. janúar - 14:30

„Hopp­andi á rúm­inu og syngj­andi í hár­burst­ann“

„Þetta er bara hreint og beint svefnherbergisdjamm, hoppandi á rúminu og syngjandi í hárburstann“ segir tónlistarkonan Salóme Katrín um lagið „The Other Side“ sem hún sendi frá sér í vikunni.

sjá allt