Hlusta

Úr­eltar stað­alí­myndir kynj­anna í Eitur

2. desember, 2019 - 11:00

65386702 2532034973485312 1792373256590721024 o
Óneitanlega hæfileikaríkir leikarar í Eitur, þau Nína Dögg og Hilmir Snær.

Kjartan og Magnús sáu Eitur á Nýja Sviðinu í Borgarleikhúsinu og gerðu sýninguna upp í þætti vikunnar. Meðal annars sem þeir ræddu voru úrelt kynjahlutverk sem birtust í verkinu.

Skortur á tilfinningagreind karlmanna rómantíseruð í verkinu

„Mér finnst þetta vera svo mikið hlutverk þar sem Nína segir „Ég mun aldrei komast yfir það að hafa misst barnið mitt“ á meðan Hilmir Snær svarar „Hvað? Ég er Hilmir Snær og við misstum barnið okkar. Hvað með það?“ Ef við myndum skipta hlutverkum, maður sér það ekkert mikið. Maður sér þetta bara í einhverju týpísku karla- og kvenhlutverki. Það lét augun í mér ranghvolfa,“ segir Kjartan.

„Karlinn hefur sko stjórn á tilfinningum sínum,“ bætir Magnús við í kaldhæðni.

76972158 345214216345513 1207941538907160576 n

„Hvernig Hilmir Snær kemst yfir sorgina er táknað með því að hann yfirgefur Nínu. Ef það er verið að segja að maður eigi að gera það til að komast yfir sorgina, að fara og byrja nýtt líf. Þá er þetta karlhlutverk sem yfirgefur konuna, það er eins og það sé verið að rómatísera það,“ segir Magnús.

Hæfileikaríkustu leikarar landsins

Drengirnir voru samt sem áður sammála að það sé lítið hægt að setja út á leikarana, enda líklega tvö af hæfileikaríkustu leikurum landsins komin saman í sýningu sem byggir nánast einungis á samtölum.

„Þau eru náttúrulega ógeðslega góðir leikarar. Fyrir þetta lekrit, til að ná sem mest út úr því eru þau perfect í það. Þannig ef þið viljið sjá þau leika af sér rassgatið þá er þetta góð sýning fyrir það,“ segir Kjartan.

„Þetta er svona leikarastykki,“ bætir Magnús við.

78092437 518724865396866 1802248065009057792 n

Leikhúsið er hlaðvarp um allar leiksýningar vetrarins á Útvarp 101. Þættirnir koma inn á streymisveitur alla fimmtudaga en er einning útvarpað kl: 13:00 á sunnudögum.

65386702 2532034973485312 1792373256590721024 o
Óneitanlega hæfileikaríkir leikarar í Eitur, þau Nína Dögg og Hilmir Snær.

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

10. október - 11:00

Vel­komin til 101 Producti­ons

101 Productions er framleiðslufyrirtæki sem einnig rekur útvarpsstöðina Útvarp 101. Ert þú með hugmynd? Sendu okkur línu á idea@101.live.

27. janúar - 10:30

Kapí­tal­ism­inn í sögu­legu sam­hengi

Í nýjasta þætti Heimsenda ræðir Stefán Þór við hagfræðinginn Ólaf Kjaran Árnason um kapítalisma.

24. janúar - 13:00

Heimsend­ir: Síteng­ing

Eruð þér límd við skjáinn? Er símtækið besti vinur þinn? Í nýjasta þætti Heimsenda er rætt um sítengingu og skilgreiningu hennar.

24. janúar - 12:30

Þetta full­orðna fólk er svo skrýtið

Í hlaðvarpinu „Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið“ velta Annalísa Hermannsdóttir og Björk Guðmundsdóttir fyrir sér hegðun og hugarstarfi fullorðins fólks á heimspekilegan, sálfræðilegan en þó óvísindalegan hátt.

19. janúar - 14:40

Ein­hleyp, einmana og eirð­ar­laus: Live date

Þáttastjórnendur Einhleyp, einmana og eirðarlaus eru mætt aftur í stúdíóið að jólafríi loknu.

17. janúar - 14:30

„Hopp­andi á rúm­inu og syngj­andi í hár­burst­ann“

„Þetta er bara hreint og beint svefnherbergisdjamm, hoppandi á rúminu og syngjandi í hárburstann“ segir tónlistarkonan Salóme Katrín um lagið „The Other Side“ sem hún sendi frá sér í vikunni.

sjá allt