Hlusta

Úr­eltar stað­alí­myndir kynj­anna í Eitur

2. desember, 2019 - 11:00

65386702 2532034973485312 1792373256590721024 o
Óneitanlega hæfileikaríkir leikarar í Eitur, þau Nína Dögg og Hilmir Snær.

Kjartan og Magnús sáu Eitur á Nýja Sviðinu í Borgarleikhúsinu og gerðu sýninguna upp í þætti vikunnar. Meðal annars sem þeir ræddu voru úrelt kynjahlutverk sem birtust í verkinu.

Skortur á tilfinningagreind karlmanna rómantíseruð í verkinu

„Mér finnst þetta vera svo mikið hlutverk þar sem Nína segir „Ég mun aldrei komast yfir það að hafa misst barnið mitt“ á meðan Hilmir Snær svarar „Hvað? Ég er Hilmir Snær og við misstum barnið okkar. Hvað með það?“ Ef við myndum skipta hlutverkum, maður sér það ekkert mikið. Maður sér þetta bara í einhverju týpísku karla- og kvenhlutverki. Það lét augun í mér ranghvolfa,“ segir Kjartan.

„Karlinn hefur sko stjórn á tilfinningum sínum,“ bætir Magnús við í kaldhæðni.

76972158 345214216345513 1207941538907160576 n

„Hvernig Hilmir Snær kemst yfir sorgina er táknað með því að hann yfirgefur Nínu. Ef það er verið að segja að maður eigi að gera það til að komast yfir sorgina, að fara og byrja nýtt líf. Þá er þetta karlhlutverk sem yfirgefur konuna, það er eins og það sé verið að rómatísera það,“ segir Magnús.

Hæfileikaríkustu leikarar landsins

Drengirnir voru samt sem áður sammála að það sé lítið hægt að setja út á leikarana, enda líklega tvö af hæfileikaríkustu leikurum landsins komin saman í sýningu sem byggir nánast einungis á samtölum.

„Þau eru náttúrulega ógeðslega góðir leikarar. Fyrir þetta lekrit, til að ná sem mest út úr því eru þau perfect í það. Þannig ef þið viljið sjá þau leika af sér rassgatið þá er þetta góð sýning fyrir það,“ segir Kjartan.

„Þetta er svona leikarastykki,“ bætir Magnús við.

78092437 518724865396866 1802248065009057792 n

Leikhúsið er hlaðvarp um allar leiksýningar vetrarins á Útvarp 101. Þættirnir koma inn á streymisveitur alla fimmtudaga en er einning útvarpað kl: 13:00 á sunnudögum.

65386702 2532034973485312 1792373256590721024 o
Óneitanlega hæfileikaríkir leikarar í Eitur, þau Nína Dögg og Hilmir Snær.

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

29. maí - 11:05

Birgir Há­kon: „Ég er lif­andi sönnun þess að það er hægt að snúa við blað­inu“

Birgir Hákon, rappari, er viðmælandi Bergþórs Mássonar að þessu sinni í Kraftbirtingarhljómi guðdómsins.

21. maí - 09:00

Tobba Marínós býr á æsku­heim­ili Skoð­ana­bræðra

Tobba Marínós, ritstjóri DV, var gestur þeirra Snorra og Begga í hlaðvarpinu sívinsæla, Skoðanabræður.

20. maí - 13:00

Stúd­entar falla á milli kerfa og kvíða sumr­inu

Isabel Alejandra Díaz er nýkjörin formaður SHÍ. Hún ræddi málefni stúdenta í síðdegisþættinum Tala saman.

19. maí - 14:00

Nýtt lag frá Brynju: Frí frá áhyggjum af því hvort heim­ur­inn væri að far­ast

Tónlistarkonan Brynja sendi frá sér lagið Light Headed á dögunum.

18. maí - 12:00

Hljóm­sveitin Celebs: Systkini sem hafa öll unnið Mús­íktilraunir

Celebs eru: Hrafnkell Hugi Vernharðsson, Katla Vigdís Vernharðsdóttir og Valgeir Skorri Vernharðsson. Þau eru systkini frá Suðureyri í Súgandafirði og hafa öll á einhverjum tímapunkti unnið Músíktilraunir. Þessi skemmtilega nýja hljómsveit gaf út sitt fyrsta lag á dögunum.

13. maí - 12:50

Dragdrottn­ingar deyja ekki ráða­lausar og streyma sýn­ingum fyrir að­dá­endur

Jenny Purr og Gógó Starr stýra hlaðvarpsþættinum Ráðlagður dragskammtur þar sem þær ræða dragsenuna og öllu því sem henni fylgir. Í nýjustu þáttunum ræða þær online dragsýningarnar á vegum Drag-Súgur.

sjá allt