Hlusta

Vanda­málið: Langar að hefna sín eftir fram­hjá­hald

9. október, 2019 - 14:44

72780450 3060830877264323 2095628553625272320 n
Leikskáldið Björn Leó Brynjarsson aðstoðaði þau Lóu og Jóa í Tala saman að leysa hvimleið vandamál hlustenda.

Fyrsta skipti með verk í Borgarleikhúsinu

Föstudaginn í næstu viku mun leikritið Stórskáldið vera frumsýnt í Borgarleikhúsinu. Björn Leó er nýfluttur til Berlínar en staddur á Íslandi þessa daganna til að fylgjast með og vinna að lokametrunum á uppsetningunni. Han segir það mjög fínt að vinna á Íslandi en búa í Berlín. Verkið fjallar um höfund sem hefur aðsetur í Amazon-skóginum, og dóttir hans kemur til þess að gera heimildarmynd um hann. Björn segist forðast það að vera of „lókal“ og „current“ og hafði ekki neitt íslenskt skáld í huga við skrif verksins.

Vandamál #1

Sæl Tala saman. Ég er búinn að vera lengi að mana mig upp í að senda þetta á ykkur, fannst það eitthvað svo skömmustulegt en það eru líklega einhverjir í sömu sporum og ég. Ég á kærustu og við erum búin að vera saman síðan í júní eftir að hafa verið að tala saman í ca. hálft ár. Hún er sætust og best og það er alltaf gaman með henni. Það kom smá babb í bátinn um verslunarmannahelgina þegar við vorum ekki á sama tíma á sama stað, hún var á þjóðhátíð í eyjum og ég var á spáni með strákunum. Enginn rómantískur brekkursöngur, þvert á móti kærasta mín svaf hjá öðrum strák eftir að hafa drukkið allt of mikið. Hún hringdi strax í mig og var hagrátandi, leið ekki vel og sagði mér hvað hefði gerst. Það var erfitt að kyngja þessu þá, sérstaklega þegar samskiptin voru einungis í gegnum síma en ég gat ekki ekki fyrirgefið henni. Augljóslega var hún í rusli og ætlaði sér aldrei að gera þetta eða særa mig. Vandamálið er að ég búinn að fyrirgefa henni en er ennþá smá reiður inni í mér útaf þessu, mér líður stundum eins og ég eigi að hefna mín, sem meikar engan sens og er ljótt, mér líður líka stundum eins og ég hafi fyrirgefið henni of fljótt. Þegar hún spyr mig hvort ég sé ennþá reiður þá segist ég auðvitað ekki era reiður, ég vil ekki að hún fái samviskubit. ég spyr því ykkur, hvað á ég að gera? átti ég að fyrirgefa henni? og er ég í alvöru ástfangin af henni ef ég vil stundum hefna mín (innan gæsalappa) á þessu?

Vandamál #2

Hæhæ Tala Saman, Ég var að fá mér hamstur. Kærustunni minni fannst það frábær hugmynd en hún fékk hana einmitt því að mig langaði í kött. Hún segir að hamstrar séu eiginlega alveg eins og kettir. Ég skil það ekki alveg því mér finnst þeir ekkert líkir. Við fórum að rífast um hvað hann ætti að heita og mér finnst að hann ætti að heiti Baldur en hún vill að hann heiti Kisi. Sem mér finnst mjög skrítið því hann er EKKI köttur. Hún segir að ef við komum okkur ekki saman um nafn þurfum við að gefa hann frá okkur. Hvað finnst ykkur?

Tala saman er alla virka daga í boði Domino's og Zombieland: Double Tap

72780450 3060830877264323 2095628553625272320 n

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

29. maí - 11:05

Birgir Há­kon: „Ég er lif­andi sönnun þess að það er hægt að snúa við blað­inu“

Birgir Hákon, rappari, er viðmælandi Bergþórs Mássonar að þessu sinni í Kraftbirtingarhljómi guðdómsins.

21. maí - 09:00

Tobba Marínós býr á æsku­heim­ili Skoð­ana­bræðra

Tobba Marínós, ritstjóri DV, var gestur þeirra Snorra og Begga í hlaðvarpinu sívinsæla, Skoðanabræður.

20. maí - 13:00

Stúd­entar falla á milli kerfa og kvíða sumr­inu

Isabel Alejandra Díaz er nýkjörin formaður SHÍ. Hún ræddi málefni stúdenta í síðdegisþættinum Tala saman.

19. maí - 14:00

Nýtt lag frá Brynju: Frí frá áhyggjum af því hvort heim­ur­inn væri að far­ast

Tónlistarkonan Brynja sendi frá sér lagið Light Headed á dögunum.

18. maí - 12:00

Hljóm­sveitin Celebs: Systkini sem hafa öll unnið Mús­íktilraunir

Celebs eru: Hrafnkell Hugi Vernharðsson, Katla Vigdís Vernharðsdóttir og Valgeir Skorri Vernharðsson. Þau eru systkini frá Suðureyri í Súgandafirði og hafa öll á einhverjum tímapunkti unnið Músíktilraunir. Þessi skemmtilega nýja hljómsveit gaf út sitt fyrsta lag á dögunum.

13. maí - 12:50

Dragdrottn­ingar deyja ekki ráða­lausar og streyma sýn­ingum fyrir að­dá­endur

Jenny Purr og Gógó Starr stýra hlaðvarpsþættinum Ráðlagður dragskammtur þar sem þær ræða dragsenuna og öllu því sem henni fylgir. Í nýjustu þáttunum ræða þær online dragsýningarnar á vegum Drag-Súgur.

sjá allt