Hlusta

Vaxta­verk­ir: Glæ­nýtt hlað­varp á Út­varp 101

21. júní, 2021 - 15:20

Vaxtaverkir
Hlaðvarpið Vaxtaverkir

Á dögunum fór í loftið glænýtt hlaðvarp hjá Útvarpi 101 þar sem hlustendur fá spurningum sínum svarað um ógnvekjandi heim fjármálanna. Vaxtaverkir er fræðsluþáttur á léttu nótunum í umsjón Brynju Bjarnardóttur og Kristínar Hildar Ragnarsdóttur, og að þeirra sögn er þátturinn ætlaður öllum þeim sem hafa áhuga á því að læra um fjármál á mannamáli. Nú þegar hafa þrír þættir komið út á Spotify.

Vaxtaverkir

Þær Brynja og Kristín koma til með að fá góða gesti til sín í stúdíóið, og í nýjasta þætti Vaxtaverkja kíkti til þeirra Baldur Thorlacius, framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptatengsla hjá Nasdaq á Íslandi.

Mýtur um fjárfestingar

Hlaðvarpið fór í gang í byrjun sumars og hefur meðal annars sett algengar mýtur um fjárfestingarmarkaðinn í kastljósið. Að sögn Brynju og Kristínar er algengt að óvanir fjárfestar finni fyrir óöryggi þegar þau taka sín fyrstu skref á fjárfestingarmarkaðinum, sem kann að birtast almenningi sem heimur karla í jakkafötum sem sitja fyrir framan flókið graf á tölvuskjá og jú, með fjárfestingar lingo-ið á hreinu.

Aðgengileiki og grunnatriði í forgrunni

Þáttastjórnendur leggja áherslu á aðgengileika fjármálaheimsins, grunnatriðin og hin ýmsu tól sem hjálpa hlustendum að stíga sín fyrstu skref í fjármálaheiminum.

Nýir þættir af Vaxtaverkjum koma á allar helstu streymisveitur annan hvern föstudag og þar að auki er þátturinn sendur út á Útvarpi 101 á FM 94,1 og 101.live annan hvern mánudag klukkan 16:00.

Vaxtaverkir
Hlaðvarpið Vaxtaverkir

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

10. október - 11:00

Vel­komin til 101 Producti­ons

101 Productions er framleiðslufyrirtæki sem einnig rekur útvarpsstöðina Útvarp 101. Ert þú með hugmynd? Sendu okkur línu á idea@101.live.

27. janúar - 10:30

Kapí­tal­ism­inn í sögu­legu sam­hengi

Í nýjasta þætti Heimsenda ræðir Stefán Þór við hagfræðinginn Ólaf Kjaran Árnason um kapítalisma.

24. janúar - 13:00

Heimsend­ir: Síteng­ing

Eruð þér límd við skjáinn? Er símtækið besti vinur þinn? Í nýjasta þætti Heimsenda er rætt um sítengingu og skilgreiningu hennar.

24. janúar - 12:30

Þetta full­orðna fólk er svo skrýtið

Í hlaðvarpinu „Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið“ velta Annalísa Hermannsdóttir og Björk Guðmundsdóttir fyrir sér hegðun og hugarstarfi fullorðins fólks á heimspekilegan, sálfræðilegan en þó óvísindalegan hátt.

19. janúar - 14:40

Ein­hleyp, einmana og eirð­ar­laus: Live date

Þáttastjórnendur Einhleyp, einmana og eirðarlaus eru mætt aftur í stúdíóið að jólafríi loknu.

17. janúar - 14:30

„Hopp­andi á rúm­inu og syngj­andi í hár­burst­ann“

„Þetta er bara hreint og beint svefnherbergisdjamm, hoppandi á rúminu og syngjandi í hárburstann“ segir tónlistarkonan Salóme Katrín um lagið „The Other Side“ sem hún sendi frá sér í vikunni.

sjá allt