Hlusta

Vegan heilsa: „Það er eitt­hvað kraum­andi undir okk­ur“

19. október, 2019 - 10:30

6DB8CEBD-A7B5-40E5-B638-7FBBDA468283

Síðastliðinn miðvikudag fór fram ráðstefna í Hörpu sem var heitið Vegan heilsa. Ráðstefnan var ekki einungis ætluð þeim sem telja sig vegan heldur einnig fyrir grænkera, þá sem hafa áhuga á að gerast grænkerar og fyrir þá sem eru forvitnir um vegan mataræði. Allur ágóði rann til Ljóssins, endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda, en fullt var út að dyrum í Silfurbergi þennan daginn.

EAEF9B69-D59D-4180-B10D-939E1DED1E65

Dagskráin var þétt og fjölbreytt en fyrsta sem tók til máls var næringarfræðingurinn Brenda Davis. Hún fjallaði um næringu í grænkerafæði og bar það saman við næringu í dýraafurðum og kjöti. Þar sagði hún að grænkerar geti auðveldlega fengið fæðu sem er próteinrík og það ætti ekki að vera áhyggjuefni. Matur eins og sojabaunir, tófú og baunir eru mjög próteinríkar og því sé hægt að stroka út þá mýtu að grænkerar þurfi að passa að fá próteinið sitt. Grænkerar þurfi frekar að fylgjast með öðru eins og B12, Joð og kalki.

Ýmis atriði sem Brenda talaði um koma einnig fram í nýju heimildarmyndinni The Game Changers. Þar er fjallað um íþróttamenn sem eru á grænkerafæði og ýmis atriði skoðuð út frá því. Myndin kom á Netflix í vikunni og hefur vakið mikla athygli.

6DB8CEBD-A7B5-40E5-B638-7FBBDA468283

Fundarstjóri ráðstefnunnar var fjölmiðlakonan Guðrún Sóley Gestsdóttir. Sjálf er hún vegan og gaf einmitt út matreiðslubók á síðasta ári, Grænkerakrásir Guðrúnar Sóleyjar sem inniheldur helling af vegan uppskriftum. Hér situr hún ásamt skipuleggjendum ráðstefnunnar. Elín Skúladóttir, skipuleggjandi hélt tölu á ráðstefnunni. Elín sagði söguna af því þegar hún greindist með brjóstakrabbamein og ákvað síðar að breyta um mataræði, tileinkaði sér grænkerafæði. Hún fór í viðtal hjá K100 fyrir ráðstefnuna þar sem hún talar um söguna.

7527CE42-13A2-434A-8301-AF8EDF187D70

5782A6E5-D042-4CF5-B61E-A5D34EF0B00E

„Það er eitthvað kraumandi undir okkur, ég finn það“ sagði Guðrún Sóley í upphafi ráðstefnunnar. Það er mikið til í þessu enda hefur umræðan um veganisma, grænkerafæði og umhverfið opnast töluvert á síðustu misserum. Á dögunum fór einnig myndband í dreifingu um Instagram þar sem áhrifavaldurinn James Aspey sýndi frá meðferðinni á dýrum í sláturhúsum. Myndbandið má finna í highlights hjá James, en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma.

BCFA9FCB-2935-418B-8E78-BFD31DD9DD66

5478A9A9-15D2-4F61-9471-7190AF3FECD4

Það var góð stemmning í Hörpu þennan daginn. Fólki var boðið upp á að prófa vegan húð- og hárvörur ásamt því að fara í heilsumælingu hjá SÍBS þar sem blóðþrýstingur, kólestról og fleira var skoðað.

Eydís Blöndal var að sjálfsögðu mætt í mælingu en Eydís hefur lengi talað um veganisma og fleiri tengd efni á Instagram-síðu sinni . Mælum með því að fróðleiksfúsir kíki á Instagrammið hennar fyrir frekari fróðleik.

F686319B-0B0D-4184-B493-2A358CDF236A

05C4E923-24F6-4B5A-96DB-32CE3BAAC9BA

Meðal þeirra sem einnig tóku til máls var vani fyrirlesarinn Beggi Ólafs. Hann fjallaði um það þegar hann skipti yfir í grænkerafæði og hvernig viðbrögð fólk voru í kjölfarið. En rétt eins og Eydís hefur Beggi einnig fjallað mikið um þetta á sínum miðlum, Instagram og Trendnet. Beggi mældi með heimasíðunni Nutrion of Facts, þar er að finna ýmislegar gagnlegar upplýsingar tengdar næringu.

5BBF0CC9-7EFB-4680-B54E-FACB22B84903

E23CFC16-9E41-4D53-85B9-38D886CF463C

Birna María kom í Tala saman eftir ráðstefnuna með smá samantekt.

6DB8CEBD-A7B5-40E5-B638-7FBBDA468283

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

10. október - 11:00

Vel­komin til 101 Producti­ons

101 Productions er framleiðslufyrirtæki sem einnig rekur útvarpsstöðina Útvarp 101. Ert þú með hugmynd? Sendu okkur línu á idea@101.live.

27. janúar - 10:30

Kapí­tal­ism­inn í sögu­legu sam­hengi

Í nýjasta þætti Heimsenda ræðir Stefán Þór við hagfræðinginn Ólaf Kjaran Árnason um kapítalisma.

24. janúar - 13:00

Heimsend­ir: Síteng­ing

Eruð þér límd við skjáinn? Er símtækið besti vinur þinn? Í nýjasta þætti Heimsenda er rætt um sítengingu og skilgreiningu hennar.

24. janúar - 12:30

Þetta full­orðna fólk er svo skrýtið

Í hlaðvarpinu „Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið“ velta Annalísa Hermannsdóttir og Björk Guðmundsdóttir fyrir sér hegðun og hugarstarfi fullorðins fólks á heimspekilegan, sálfræðilegan en þó óvísindalegan hátt.

19. janúar - 14:40

Ein­hleyp, einmana og eirð­ar­laus: Live date

Þáttastjórnendur Einhleyp, einmana og eirðarlaus eru mætt aftur í stúdíóið að jólafríi loknu.

17. janúar - 14:30

„Hopp­andi á rúm­inu og syngj­andi í hár­burst­ann“

„Þetta er bara hreint og beint svefnherbergisdjamm, hoppandi á rúminu og syngjandi í hárburstann“ segir tónlistarkonan Salóme Katrín um lagið „The Other Side“ sem hún sendi frá sér í vikunni.

sjá allt