Hlusta

Venju­legt og óspenn­andi mataræði er best

13. mars, 2019 - 14:40

JH02449-Edit-Edit1 (1)

Kúrar og öfgafullt mataræði gagnast okkur ekki vel, segir Birna G. Ásbjörnsdóttir, doktorsnemi í heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands. Hún var gestur í Morgunþættinum Múslí þann 13. mars.

Hún vinnur að langtímarannsókn á þörmunum og þarmaflórunni í tengslum við geðheilsu barna og unglinga á Íslandi. Hún segir að þessi rannsókn geti nýst til að bæta heildrænni lausnir fyrir unglinga og börn með geðraskanir. Hún gaf góð ráð um mataræði í þættinum og gaf sitt fræðilega álit á kúrunum sem eru í tísku.

Hvað gerir þarmaflóran?

„Hvað gerir hún ekki? Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að þarmaflóran hefur áhrif á mest allt í líkamanum. Við vitum alls ekki allt en við vitum að hún er einskonar miðpunktur í líkamlegri og andlegri heilsu. Þarmaflóran er örverubúskapur sem lifir í meltingaveginum okkar alveg frá munni og alveg í gegn. Mestur fjöldi lifir í ristlinum, þessar örverur eru bakteríur, vírusar og sveppir. Örverurnar geta bæði haft skaðleg og jákvæð áhrif á heilsuna okkar. Örverubúskapurinn eða þarmaflóran, hvað sem maður kýs að kalla það, veltur að miklu leyti á mataræðinu okkar en einnig á lífstíl. Lífstíll er þá streita, hreyfing, lyfjanotkun, eiturefni í umhverfi og svo framvegis en mataræði er langstærsti þátturinn.“ Þarmarnir gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki til að vinna úr þeim mat sem við innbyrðum en áhrifin eru einnig í hina áttina. „Þarmaflóran getur stýrt okkur, virðist vera, hún getur haft áhrif á það sem við viljum borða.“

En nú er til svo mikið af allskonar mataræðum, hvað er besta mataræðið fyrir þarmaflóruna?

„Í alvörunni er besta mataræðið þetta venjulega, frekar óspennandi, hreina mataræði sem heitir ekkert. Ég er í rauninni búin að strika út alla kúra, við eigum ekkert að vera að eltast við þá. Ég hef prófað þetta flest og tala af reynslu og þekkingu á faginu og fræðunum. Hinn gullni meðalvegur er langerfiðastur, að borða venjulega en borða skynsamlega. Þegar við erum að velja okkur fæði, veldu skynsamlegasta kostinn sem er í boði og vertu sáttur eða sátt við hann.“

En hvað með þegar maður veit ekki hvað er skynsamlegur kostur ef maður er búinn að fá misvísandi upplýsingar?

„Það er búið að gera þetta svo flókið, átröskun getur orðið til útaf því að einstaklingur fer í einhverja kúra og ætlar að gera allt rosalega vel, fara á súper hreint fæði eða súper strangan kúr sem endar svo í einhverri vitleysu. Það er kannski gott að átta sig á því að allar öfgar geta aldrei flokkast sem heilbrigði, það er mjög mikilvægt að átta sig á því,“ Segir Birna og gefur góð ráð til að hafa í huga við val á mat, eitthvað sem reynist sumum flókið þegar allskonar misvísandi upplýsingar eru til um hvað sé hollt og hvað ekki.

„Ef við förum aðeins út í mataræði, þá ætti maður alltaf að muna að vera eins og þunguð kona sem er alltaf meðvituð um fóstrið, við ættum að vera meðvituð um örverurnar. Við erum ekki bara að borða fyrir okkur heldur líka fyrir örverurnar. Þegar við veljum mat þá eigum við að hugsa hvað gagnast góðu örverunum. Það sem gagnast þeim er þetta trefjaríka jurtafæði. Því meira sem maður borðar af salati, grænmeti, ávöxtum, hnetum, fræjum, baunum og grófu kornmeti, sem er allt bara venjulegur matur, því betra. Auðvitað þurfum við líka fitu og prótín. Við þurfum að hugsa hvort við séum að fá trefjar og örverur, það er það sem við ættum að setja fókusinn á.“

Hvað með mat sem á að líkjast kjöti?

„Tófu er fínt, því tófu er gerjuð soja-afurð, ekki með löngum innihaldslýsingum. Aftur á móti ef við erum að horfa á gervikjöt sem eru orðin þurrkuð afurð með bragðefnum, litarefnum og ýriefnum, þá myndi ég hugsa mig tvisvar um og ég myndi frekar borða baunir, en almennt eru veganir að borða mjög hollt. Flestir eru meðvitaðir um heilsu og leggja áherslu á baunir og tófu og slíkt og það er mjög hollt fyrir þarmaflóruna.“

Sukkið og hollustan

„Maður á aldrei að leggja það á sig né nokkurn annann að þurfa að borða 100% hollt, það er ekki raunhæf krafa, því lífið er bara þannig að við getum ekki uppfyllt slíkar kröfur. Við getum ekki staðið undir þeim og þá koma vonbrigðin og niðurrifið. Kröfurnar ættu aldrei að vera meiri en að borða 80% hollt og þá eigum við 20% til þess að gera það sem við viljum, sukka pínulítið og bulla, svo lengi sem grunnurinn er góður, því ef grunnurinn er góður þá höndlum við sukkið miklu betur. Við finnum líka betur hvernig sukkið hefur áhrif á okkur, heyrum betur í líkamanum og bremsum frekar.“

Er Pizza holl?

„Pizza er hvorki holl né óhóll. Það veltur allt eftir því hvað þú setur á hana, ef þú ert með lífrænt hveiti eða súrdeig. Ég get ekki sagt að Domino's pizza sé holl.“

Hvað með Ítalska pizzu? Ekki taka pizzu af mér

„Á Ítalíu ertu að borða korn sem er ræktað á Ítalíu, það er ræktað undir meiri sól, það er lókal korn, það er korn sem hentar þeirra ræktun. Þar þolir fólk yfirleitt hveitið betur, meira að segja íslendingar. Pizza á Ítalíu er hollari, hún er viðeigandi matur þar, hluti af miðjarðarhafsfæðinu, áleggið er ræktað í grenndinni og árstíðabundið.“

Morgunþátturinn Múslí er í loftinu alla virka morgna milli 7 og 9 á 94.1 og 101.live

JH02449-Edit-Edit1 (1)

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

10. október - 11:00

Vel­komin til 101 Producti­ons

101 Productions er framleiðslufyrirtæki sem einnig rekur útvarpsstöðina Útvarp 101. Ert þú með hugmynd? Sendu okkur línu á idea@101.live.

27. janúar - 10:30

Kapí­tal­ism­inn í sögu­legu sam­hengi

Í nýjasta þætti Heimsenda ræðir Stefán Þór við hagfræðinginn Ólaf Kjaran Árnason um kapítalisma.

24. janúar - 13:00

Heimsend­ir: Síteng­ing

Eruð þér límd við skjáinn? Er símtækið besti vinur þinn? Í nýjasta þætti Heimsenda er rætt um sítengingu og skilgreiningu hennar.

24. janúar - 12:30

Þetta full­orðna fólk er svo skrýtið

Í hlaðvarpinu „Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið“ velta Annalísa Hermannsdóttir og Björk Guðmundsdóttir fyrir sér hegðun og hugarstarfi fullorðins fólks á heimspekilegan, sálfræðilegan en þó óvísindalegan hátt.

19. janúar - 14:40

Ein­hleyp, einmana og eirð­ar­laus: Live date

Þáttastjórnendur Einhleyp, einmana og eirðarlaus eru mætt aftur í stúdíóið að jólafríi loknu.

17. janúar - 14:30

„Hopp­andi á rúm­inu og syngj­andi í hár­burst­ann“

„Þetta er bara hreint og beint svefnherbergisdjamm, hoppandi á rúminu og syngjandi í hárburstann“ segir tónlistarkonan Salóme Katrín um lagið „The Other Side“ sem hún sendi frá sér í vikunni.

sjá allt