Hlusta

Sum­ar­dag­skrá Út­varps 101

12. febrúar - 15:00

Screenshot 2019-02-12 15.53.10

„Nú siglum við inn í fjórða mánuðinn okkar í loftinu og tilkynnum fjölbreytta dagskrá fyrir vorið. Við höfum lært margt á síðustu mánuðum og í góðu samtali við hlustendur erum við sífellt að læra hvernig við getum verið betri,“ segir útvarpsstjóri Útvarps 101, Unnsteinn Manuel Stefánsson.

Frá upphafi hefur Útvarp 101 lagt uppúr því að bjóða upp á ferskustu tónlistina og spilunarlista í jöfnum kynjahlutföllum. Vandaðir spjallþættir, morgunþáttur og síðdegisþáttur, tónlistarþættir og aðrir útvarpsþættir í fjölbreyttu formi eru hjarta stöðvarinnar.

Nú þegar hafa ýmsir tónlistar- og menningarþættir hafið göngu sína og notið mikilla vinsælda. „Við höldum í það sem gengið hefur vel og tilkynnum einnig spennandi nýjungar,“ segir Unnsteinn.

Útvarpsþættir

Morgunþátturinn Múslí

Breytingar hafa orðið á morgunþættinum Múslí en hann verður áfram í stjórn Jóhanns Kristófers Stefánssonar. Saga Garðarsdóttir bregður sér úr hlutverki þáttastjórnanda en búast má við henni sem reglulegum gesti með sína vinsælu liði á borð við textarýnina á íslenskum nýmóðins lögum. Í hennar skarð fyllir Lóa Björk Björnsdóttir sviðslistakona og uppistandari.

Morgunþátturinn Múslí leiðir hlustendur inn í daginn með nýjustu fréttum, áhugaverðum viðtölum og ferskri tónlist.

Múslí er á dagskrá alla virka daga frá kl. 07.00 - 09.00.

Síðdegisþátturinn Tala saman

Ýmsar tilraunir hafa átt sér stað í síðdegisþættinum frá því stöðin fór í loftið. Frá upphafi hefur þátturinn verið í stjórn Sigurbjarts Sturlu Atlasonar og fékk hann til sín ýmsa gesta-þáttastjórnendur. Nú verða fastari skorður á þættinum og verður Birna María Másdóttir með Sigurbjarti alla virka daga í góðum gír.

Tala Saman er skemmti- og spjallþáttur. Í honum er fjallað um poppkúltúr og menningu hvaðan að úr heiminum og hluti sem móta daglegt líf okkar á Íslandi.

Tala saman er á dagskrá alla virka daga frá kl. 16.00 - 18.00

Undraland með Loga Pedro

Undraland er miðdagsþátturinn á Útvarpi 101. Í Undralandi er farið yfir poppkúltúrsfréttir, tal tekið af listamönnum og skemmtileg músík spiluð. Logi Pedro fer um víðan völl í tónlistarvali og segir oft skrautlegar sögur og skemmtilegar staðreyndir um tónlistarfólkið sem kemur fram. Eins er kafað djúpt ofan í hitamál og poppkúltur gefið mikið vægi. Auk þess skrifar Logi reglulega pistla og greinar á 101.live og gerir þeim svo frekari skil í beinni útsendingu.

Undraland er á dagskrá alla virka daga á milli kl. 11.00 - 15.00.

Plútó

Plútó er hópur plötusnúða sem starfrækt hefur vikulegan útvarpsþátt í rúm fjögur ár auk þess að standa fyrir mýmörgum klúbbakvöldum víðsvegar í Reykjavík. Hópurinn hefur flutt inn listamenn á borð við techno tónlistarmanninn Perc, grime tónlistarmanninn Spooky, plötusnúðahópinn Ectotherm og listamenn af bresku tónlistarútgáfunni Opal Tapes. Plútó hópurinn spilaði í Boiler Room í fyrra og á Redbull Music Academy sýningarkvöldi ásamt DJ Earl (TEKLIFE). Plútó var einnig lokunaratriði Sónar Reykjavík 2017 en Resident Advisor valdi það sem eitt af fimm bestu atriðum hátíðarinnar.

Það er greinilega komið að ákveðnum vatnaskilum í útvarpssögu Plútó og eru meðlimir hópsins að eigin sögn gríðarlega stoltir og spenntir að fá að flytja starfsemi sína yfir á Útvarp 101.

Plútó er á dagskrá öll laugardagskvöld á milli kl. 20.00 - 22.00.

Radio J’adora

Plötusnúðurinn Dóra Júlía er í beinni útsendingu öll fimmtudagskvöld með DJ-set og góða gesti. Dóra Júlía hefur notið mikilla vinsælda síðastliðin ár sem plötusnúður en hún gaf einnig frá sér smellinn Zazaza undir listamannanafninu J’dora. Þátturinn er á partýnótunum og er hann líkt og Dóra

Radio J'adora er á dagskrá á fimmtudögum frá kl. 20.00 - 22.00 í boði Sæta Svínsins.

Háskaleikur

Háskaleikur er glænýr danstónlistarþáttur með Áskeli (BORG) en hann er einn vinsælasti plötusnúður landsins. Þátturinn er klukkutími af tónlist og tali þar sem Áskell rennir yfir nýjustu strauma og stefnur í danstónlistarheiminum auk klukkutíma af gestamix. Í gestamixunum verður jafnt kynjahlutfall plötusnúða með blöndu af íslenskum og erlendum gestum.

Háskaleikur er á dagskrá öll föstudagskvöld á milli kl. 20.00 - 22.00.

Þegar ég verð stór

Þær Vaka Njálsdóttir og Vala Rún Magnúsdóttir fara með þáttastjórn á hlaðvarpsþættinum Þegar ég verð stór. Þátturinn hefur notið mikilla vinsælla, ekki síst í podcast útgáfunni, og er hann orðinn einn af vinsælli podcast þáttum landsins. Þær stöllur fá til sín konur úr ýmsum geirum atvinnulífsins og fá að skyggnast inn í þeirra líf og feril. Þegar hafa sjö þættir verið framleiddir og má nálgast þá hér.

Þegar ég verð stór er á dagskrá alla miðvikudaga kl. 20.00 og eru síðan aðgengilegir á Spotify og iTunes.

Þunnudagskvöld

Þáttastjórnendur eru þeir Aron Már (Aron Mola) og Arnar Ingi Ingason (Young Nazareth). Þátturinn er sérstaklega tileinkaður þeim sem eru að takast á við timburmennina. Arnar og Aron spila þægilega tóna og koma hlustendum í gegnum erfiði helgarinnar með góðu spjalli og opinskáu samtali við hlustendur. Young Nazareth er á meðal vinsælustu plötusnúðum landsins og má því treysta á vel valda tónlist í þættinum á meðan leikarinn og samfélagsmiðlastjarnan Aron Mola lofar að breiða yfir hlustendur sængina og hella upp á heitan kakóbolla.

Þunnudagskvöld er á dagskrá alla sunnudaga frá kl. 19.00 - 21.00.

Vefþættir

Lag verður til

Í þáttunum Lag verður til fáum við innsýn í hvernig mörg af vinsælustu lögum þjóðarinnar urðu til. Á meðal gesta eru Friðrik Dór, Bríet, Cyber og ClubDub.

Lag verður til er í boði Metro og má nálgást þá hér.

GYM

Líkamsrækt er meginstef þáttarins GYM. Þættirnir eru undir stjórn Birnu Maríu Másdóttur. Í þáttunum fær Birna til sín þjóðþekkta einstaklinga og fer með þeim í ræktina. Oftast er tekið vel á því en stundið er bara farið á trúnó. Þegar hafa þau Gísli Marteinn, Sunneva Einars, Dóra Júlía og Indíana Jóns verið gestir og eigum við von á fleiri góðum.

GYM er í boði World Class, GOGO, Nike og Now og má nálgast þá hér.

ÞETTA ER

Þættirnir ÞETTA ER eru stuttir heimildarþættir um ungt listafólk sem fæst við spennandi verkefni. Í þáttunum fáum við að skyggnast inn í þeirra hugarheim, heimsækjum vinnustofur og stúdíó. Gestir ÞETTA ER hafa verið Korkimon, xdeathrow, CCTV, Fríða Ísberg og JFDR.

ÞETTA ER er í boði Húrra Reykjavík og má nálgast þá hér.

Screenshot 2019-02-12 15.53.10

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

14. júní - 16:40

Svona fagn­aði Drake sigri Raptors

Kanadíski tónlistarmaðurinn Drake gladdist eðlilega mjög yfir sigri sinna manna í Toronto Raptors í NBA-deildinni í nótt er þeir lyftu fyrsta meistaratitlinum í sögu félagsins.

14. júní - 14:00

Gabríel opnar sig um ástar­ævin­týrið í Japan

Gabríel Culver er kominn aftur til landsins eftir að hafa fundið ástina í Japan. Hann kíkti í viðtal í Tala saman í gær og fór í saumana á ferðalaginu.

14. júní - 10:00

Vest­ur­bær­inn situr hljóður þegar kemur að kyn­þátt­aníði

Logi Pedro Stefánsson gagnrýnir harðlega Knattspyrnufélag Reykjavíkur og viðbrögð félagsins við kynþáttaníði markaskorara.

13. júní - 16:10

Pylsu­sjálfsalar slá í gegn í Þýskalandi

Hver kannast ekki við það að vera að koma heim úr vinnunni eða af djamminu, vera hungraður/hungruð, langa í pylsu en allar kjörbúðir eru lokaðar? Kaupmenn í Þýskalandi hafa fundið lausn á þessu. Pylsusjálfsali sem er opinn allan sólarhringinn.

13. júní - 11:45

Klám­mynda­leik­ari sendir út neyð­arkall

Japanski klámiðnaðurinn framleiðir 4,000 kvikmyndir í hverjum mánuði en aðeins 70 karlkyns leikarar eru starfandi í þessum risavaxna bransa.

13. júní - 11:30

Birna fékk draum­inn upp­fylltan með Kristó í GYM

„Kristó, mig hefur alltaf langað til að segja þér þetta. Það er stór draumur minn að fá þig með mér í gym,“ játar þáttastjórnandinn Birna María í fyrsta þætti sumarsins af GYM með Kristófer Acox.

sjá allt