Hlusta

27. maí - 13:00

Háska­leik­ur: Jack The House Crew

Jack The House Crew mætti með stútfulla tösku af oldschool jackin house plötum beint frá Japan og tók þrumu sett í Háskaleik

13. maí - 12:15

Háska­leik­ur: Símon fkn­hndsm

Hinn fjallmyndalegi plötusnúður og gleðigjafi Símon fknhndsm kom í stúdíóið til Áskels og tók þrusu sett með glænýrri tónlist. Símon hefur verið áberandi á bak við spilarana á hinum ýmsu skemmtistöðum ásamt því að vera á bak við Funkþáttinn og Partý Zone.

6. maí - 14:00

Háska­leik­ur: Sbeen Around

Sbeen Around var gestur Áskels í Háskaleik föstudagskvöldið 3. maí. Sbeen Around hefur verið virk plötusnælda í íslensku hússenunni síðustu ár og vakið athygli með mixseríurnar House Salad Music og MUG Melodies þar sem hún spilar djúpa og jackin' hústóna.

29. apríl - 11:45

Háska­leik­ur: Ezeo

Ezeo var gestur Áskels í Háskaleik síðasta föstudag. Ezeo er maðurinn á bak við ViBES collective sem hafa gert góða hluti á klúbbum Reykjavíkur síðustu ár. Ezeo spilar djúpa og minimalíska tóna í hæsta gæðaflokki.

2. apríl - 11:15

Háska­leik­ur: Janus Rasmus­sen

Janus Rasmussen sendi frá sér sína fyrstu sólóplötu, Vín, síðasta föstudag og kom í Háskaleik að ræða plötuna og ferilinn ásamt því að taka DJ sett í sérstökum takeover þætti

18. mars - 15:45

Háska­leik­ur: Felix Leifur

Felix Leifur var gestur Háskaleiks föstudaginn 15. mars. Áskell spurði hann spjörunum úr varðandi ferilinn, Brot seríuna, sömplin og margt fleira. Öll tónlistin í þættinum er frumsamin og mikið af tónlist sem hefur aldrei heyrst í útvarpi áður.