Hlusta

1. febrúar - 14:00

Hvernig virkar við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að­ur?

Við ljúkum ferðalagi Péturs Kiernan að fræðast um íbúðamál ungs fólks með leit að svarinu við hvernig viðbótarlífeyrissparnaður virkar. Pétur kíkir til leikkonunnar Aldísar Amah sem segist ekki vilja vita peninginn sem hún hefði sparað hefði hún skráð sig fyrr í viðbótarlífeyrissparnað.

22. janúar - 19:00

Hvernig sparar maður fyrir íbúð?

Pétur Kiernan háskólanemi og frumkvöðull heldur ferðalaginu sínu áfram að fræðast um íbúðamál ungs fólks. Að þessu sinni forvitnast Pétur um hvernig er best að spara fyrir íbúð.

10. janúar - 19:10

Á ég að kaupa mér íbúð?

Ferðalag Péturs Kiernan að fræðast um leigu- og fasteignarmarkaðinn hefst á heimsóknum tíl Ídu Pálsdóttur og þeirra Níelsar og Sóleyjar. Í þáttaseríunni ÍBÚÐ, unnin í samstarfi við Landsbankann, kynnir Pétur sér íbúðarmál ungs fólks. Í þessum fyrsta þætti kíkjum við í skemmtilegar heimsóknir ásamt því að spjalla við sérfræðinga.

15. janúar - 15:10

Hvernig íbúð á ég að kaupa?

Pétur Kiernan veltir fyrir sér hvernig íbúð hann eigi að kaupa í öðrum þætti af ÍBÚÐ, þáttasería unnin í samstarfi við Landsbankann. Hann leitar ráða hjá fólki á húsnæðis- og leigumarkaðinum og fær álit hjá sérfræðingum.