Hlusta

29. janúar - 16:00

Lag verður til: GDRN

Söngkonan GDRN hlaut nýverið Grapevine Music Awards fyrir plötu ársins. Hún fór yfir titillag plötunnar „Hvað ef" í nýjasta þætti Lag verður til í boði Metro.

10. janúar - 15:00

Lag verður til: Frið­rik Dór - Hlið við hlið

Níu ár eru liðin frá því hið goðsagnakennda lag „Hlið við hlið" kom út. Friðrik Dór segir okkur sögu lagsins í nýjasta þætti Lag verður til.

22. janúar - 17:40

Lag verður til: Yung Nigo Drippin - Kuldakast

Hafnfirski trapparinn Yung Nigo Drippin gaf út á dögunum sitt þriðja mixtape og ber það heitið Plús Hús 2. Samstarfsmaður Yung Nigo, Kuldi, sá um útsetningar á öllum lögunum á Plús Hús 2 og því var viðeigandi að hetjan úr Hafnarfirði færi í saumanna á laginu Kuldakast.

8. janúar - 16:00

Lag verður ekki til: Í minn­ingu Pussy Power

Í byrjun desember gaf hljómsveitin Clubdub út lagið Pussy Power. Þeir voru hinsvegar ekki nógu hrifnir af laginu og drógu útgáfu þess til baka tveimur sólarhringum síðar. Nýjasti þáttur seríunnar Lag verður til er því heldur frábrugðin öðrum þáttum en þar fjalla þeir um lagið sem aldrei varð til.

19. desember, 2018 - 00:00

Lag verður til: CY­BER - 16:45

Jóhanna Rakel úr hljómsveitinni Cyber er þriðji gestur okkar í þáttaröðinni Lag verður ti. Þar sem hljómsveitarmeðlimir hennar, Salka Valsdóttir & Þura Stína voru fjarverandi ákvað hún að taka uppáhalds lagið sitt „16:45" fyrir en hún syngur ein á því.

31. október, 2018 - 13:00

Lag verður til: Bríet

Bríet er fyrsti gestur í þáttaseríunni Lag verður til. Hún fjallar um lagið sitt Feimin/n í samstarfi við Aron Can.