Hlusta

30. janúar, 2019 - 15:30

Þunnu­dags­kvöld í öllu sínu veldi

Riddarar sunnudagskvöldsins snúa aftur með Þunnudagskvöld. Það var mikið um að vera í þættinum en Arnar Ingi segir okkur frá óhappi í Bláfjöllum, Aron Mola brýtur niður senu í Ófærð og Samúel Ásberg kynnir glænýjan lið „Tveir sannleikar, ein lygi“.

10. desember, 2018 - 16:00

Þunnu­dags­kvöld á sínum stað

Young Nazareth og Aron Mola verja sunnudagskvöldum með hlustendum í þættinum Þunnudagskvöld. Farið var um víðan völl í þætti vikunnar en strákarnir heyrðu í djammara vikunnar, spiluðu leikinn „hvort myndirðu frekar“ og rifjuðu upp krassandi sögur.

2. desember, 2018 - 21:00

Fyrsti þunnu­dagur í að­ventu

Varð Jesú einhverntímann þunnur? Þeir Arnar og Aron komu sér vel fyrir í GoGo-stúdíóinu og breiddu volgri sæng yfir hlustendur landsins með ljúfum tónum og skemmtilegum pælingum í nýjasta þættinum af Þunnudagskvöld.

25. nóvember, 2018 - 00:00

Datt úr flug­vél og lifði af

Aron sagði sögu af konu einni sem lifði af fall úr flugvél ásamt sturluðum sturtupælingum sem Arnar tók misvel í þættinum Þunnudagskvöld.