Hlusta

Um 101

101 mynd

Útvarp 101 samanstendur af vinum og kunningjum sem starfað hafa við tónlistarútgáfu, fjölmiðla, framleiðslu og aðra listsköpun síðastliðin ár.

Útvarp 101 ætlar að skapa afþreyingarefni á nýstárlegan hátt fyrir ungt fólk og miðlar þvert á samfélags- og fjölmiðla. Framleiðsla á útvarpsþáttum um dægurmál, ítarlegar umfjallanir og viðtöl bæði í máli og mynd. Markmiðið er að auka vægi og virðingu poppkúltúrs á Íslandi með því að fræða, skemmta og búa til rými fyrir ungt fólk í fjölmiðlaumhverfinu á Íslandi.

Stöðin einsetur sér að spila nýja, skemmtilega og framúrstefnulega tónlist. Við ætlum að einbeita okkur að popptónlist og sérstaklega vel að íslenskri tónlist og taka virkan þátt í nýsköpun á íslenskri popptónlist. Útvarp 101 vill eiga í stöðugu samtali við hlustendur, jafnt sem tónlistarmenn, og vera fremst í flokki þegar kemur að listrænni stjórnun, tónlistarvali og menningarmiðlun. Stöðin leggur uppúr því að vera stökkpallur fyrir næstu kynslóð tónlistarmanna og eru óhrædd við að gefa nýliðum tækifæri. Gagnrýnin en jafnframt hvetjandi og með því stuðlar Útvarp 101 að sterkara, jafnara og skemmtilegra tónlistarlífi á Íslandi.

Útvarp 101 er í eigu 101 Productions sem er sameiginlegt félag í eigu Sýnar hf. og 101 Family slf.

info@101.live 556-6101 Hverfisgata 105, 101 Reykjavík

Fyrirspurnir varðandi auglýsingar og samstörf svarar egill@101.live, sími: 845-5686